Dagskrá Menningarviku fimmtudaginn 16. mars

  • Menningarfréttir
  • 16. mars 2017

Dagskrá Menningarviku er fjölbreytt í dag og nánast stanslaus dagskrá frá morgni til kvölds. Það verður langur fimmtudagur í Verslunarmiðstöðinni, tónleikar með Valdimari á Fish house og Þór Magnússon, fyrrv. þjóðminjavörður og Ólafur Ingi Jónsson, forvörður ætla að meta fornmuni í Kvennó, svo eitthvað sé nefnt.

Dagskrá Menningarviku fimmtudaginn 16. mars

08:00 Morgunsöngur í Hópsskóla. Hvetjum gesti og gangandi til að líta við og syngja með

08:00-18:00
Bókasafn, sýning á textílverkum og ljósmyndum eftir Sigríði Birnu Matthíasdóttur og Mónu Leu Óttarsdóttur. Sýning á skarti eftir hönnuði tengda Grindavík

10:00-18:00 Verslunarmiðstöð, Heilsuleikskólinn Krókur, Leikskólinn Laut og Grunnskóli Grindavíkur sýna verk nemenda sinna

11:00-17:00 Kvikan, Saltfisksýning opin gestum. Allir velkomnir á opnunartíma

12:00-21:00 Salthúsið sýning á verkum Helgu Kristjánsdóttur, bæjarlistamanns Grindavíkur

14:00-16:00 Greip - opnar vinnustofur Skólabraut 8

15:00-22:00 Útvarp Þrumunnar á FM 106,1 en útvarpið verður einnig aðgengilegt í tölvum og símum í gegnum app

16:00-19:00 Framsóknarhúsið, MÆÐGUR SÝNA VERK SÍN. Ljósmyndaverkið LEYST ÚR LÆÐINGI eftir Vigdísi Heiðrúnu Viggósdóttur og tvær seríur eftir dóttur hennar Arís Evu Vilhjálmsdóttur, Víkurbraut 27

17:00 Létt og leikandi kaffihúsatónleikar í Tónlistarskólanum í Grindavík

17:00 - 19:00 Kvennó, ÁTTU FORNGRIP? - Þór Magnússon, fyrrv. þjóðminjavörður og Ólafur Ingi Jónsson, forvörður

17:00-22:00 Verslunarmiðstöð - opið fram eftir, skemmtilegar uppákomur, tilboð í búðum og gleði á göngum Verslunarmiðstöðvar

20:00
Grindavíkurkirkja, Dagskrá helguð Sigvalda S. Kaldalóns. Gunnlaugur A. Jónsson, dóttursonur, Sigvalda flytur erindið Fjöll og trú í tónlist Sigvalda S. Kaldalóns (1881-1946) og fjallar hann um Grindavíkurár Sigvalda, sýnir myndir sem tengjast erindinu og flutt verður tónlist. Tenórinn Hlöðver Sigurðsson syngur, Renata Ivan er undirleikari.

20:00 Kvennó, Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur með fyrirlestur þar sem hann fjallar um netfíkn og þá anga og kima internetsins sem fólk kannast oft ekki við en getur lent í. Umræðuefnið er áhugavert og gott fyrir bæði unglinga og foreldra að hlusta á Eyjólf Örn. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

21:30 Fish House Bar & Grill, Valdimar Guðmundsson söngvari og Örn Eldjárn gítarleikari á lágstemmdum nótum. Aðgangseyrir 2.500 kr. miðar seldir við inngang og í forsölu


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!