Dagskrá Menningarviku 13. mars

  • Menningarfréttir
  • 13. mars 2017

Það er sneisafull dagskrá í Menningarviku í dag. Hádegistónleikar Tónlistarskólans, leiksýning í Hópsskóla, Útvarp Þruman hefur göngu sína og margt fleira. Dagskrána má sjá í heild sinni hér að neðan.

Dagskrá Menningarviku mánudaginn 13. mars

08:00 Morgunsöngur í Hópsskóla. Hvetjum gesti og gangandi til að líta við og syngja með

08:00-18:00 Bókasafn, sýning á textílverkum og ljósmyndum eftir Sigríði Birnu Matthíasdóttur og Mónu Leu Óttarsdóttur. Sýning á skarti eftir hönnuði tengda Grindavík

10:00-18:00 Verslunarmiðstöð, Heilsuleikskólinn Krókur, Leikskólinn Laut og Grunnskóli Grindavíkur sýna verk nemenda sinna

11:50 -12:30 Hádegistónleikar nemenda Tónlistaskólans í Grindavík í höfuðstöðvum HS orku

11:00-17:00 Kvikan, Saltfisksýning opin gestum. Allir velkomnir á opnunartíma

12:00-21:00 Salthúsið sýning á verkum Helgu Kristjánsdóttur, bæjarlistamanns Grindavíkur

13:00 Hópsskóli, Brúðuleikhús ÍSLENSKI FÍLLINN fyrir leikskólabörnin á Leikskólanum Laut, ókeypis aðgangur og foreldrar velkomnir - ATH breyttan sýningartíma frá áður auglýstri dagskrá

16:00-22:00 Útvarp Þrumunnar á FM 106,1. Útvarpið verður einnig aðgengilegt í tölvum og símum í gegnum app. Á skólatíma verður tónlist send út en eiginleg dagskrá á milli 16:00 og 22:00.

16:00-19:00 Framsóknarhúsið, MÆÐGUR SÝNA VERK SÍN. Ljósmyndaverkið LEYST ÚR LÆÐINGI eftir Vigdísi Heiðrúnu Viggósdóttur og tvær seríur eftir dóttur hennar Arís Evu Vilhjálmsdóttur, Víkurbraut 27

17:00 Bryggjan, Grindavíkursögur um tónskáldið og lækninn Sigvalda Kaldalóns. Færeyskur kappróður og ýmislegt annað.

20:00 Kvennó, HEIMA OG HEIMAN, doktor Birna Bjarnadóttir flytur fyrirlestur um fyrirhugaða útgáfu um skáldskap og þýðingar Guðbergs Bergssonar. Heitt á könnunni

19:30 Gjáin, Félagsfundur hjá Kvenfélagi Grindavíkur. Kvenfélagskonur horfa til einkunnarorðs menningarvikunnar 2017 SAGA og þrjár kynslóðir kvenna deila með gestum ástæðu þess að þær séu þátttakendur í Kvenfélaginu og segja sögu sína og reynslu af því að vera félagi í kvenfélagi.

 

Mynd: Otti Rafn Sigmarsson


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir