Fundur 62

  • Frćđslunefnd
  • 9. mars 2017

62. fundur Fræðslunefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 6. mars 2017 og hófst hann kl. 18:00.

Fundinn sátu:
Þórunn Svava Róbertsdóttir formaður, Ámundínus Örn Öfjörð aðalmaður, Ómar Örn Sævarsson aðalmaður, Guðmundur Grétar Karlsson aðalmaður, Sigurpáll Jóhannsson varamaður, Ellert Magnússon áheyrnarfulltrúi, Petra Rós Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi, Fríða Egilsdóttir leikskólastjóri, Halldóra Kristín Magnúsdóttir grunnskólastjóri, Hulda Jóhannsdóttir leikskólastjóri, Sæborg Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi og Nökkvi Már Jónsson sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg María Guðmundsdóttir, Yfirsálfræðingur.

Dagskrá:

1. 1602104 - Daggæsla í heimahúsi: Tillögur um eflingu þjónustu
Lagt fram minnisblað frá Nökkva Má Jónssyni um daggæslumál. Í ágúst nk. verða 55 börn orðin 18 mánaða og á biðlista. Dagforeldrar verða þrír næsta skólaár,þ.e fækkað um tvo. Stuðningur við dagforeldra sem var settur á sl. sumar hefur ekki orðið til þess að fjölga dagforeldrum til lengri tíma.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að skoðaðir verði möguleikar á frekari stuðningi við dagforeldra t.d. með húsnæði þannig að tveir dagforeldrar geti starfað saman utan eigin heimilis.

2. 1703008 - Sameiginlegir starfsdagar skólaárið 2017-2018

Yfirlit yfir starfsdaga nk. skólaárs í leik-, grunn- og tónlistaskóla lagt fram eins og þeir voru ákveðnir á fundi með stjórnendum skólanna og fulltrúum foreldra í samræmi við fyrri samþykkt fræðslunefndar um formlega aðkomu foreldra að skóladagatali skólanna.
Fræðslunefnd telur að starfsdagar næsta skólaárs hafi verið samræmdir eins og unnt er.

3. 1703009 - Grunnskóli: skóladagatal 2017-2018

Halldóra K. Magnúsdóttir lagði fram skóladagatal fyrir skólaárið 2017-2018.
Fræðslunefnd samþykkir framlagt skóladagatal skólaárið 2017-2018.

4. 1610006 - Grunnskóli Grindavíkur: Skýrsla um innra mat
Halldóra K. Magnúsdóttir lagði fram greinargerð um innra mat Grunnskóla Grindavíkur sl. þrjú ár.

5. 1703010 - Grunnskóli: Starfslok skólastjóra
Lagt fram uppsagnarbréf Halldóru K. Magnúsdóttur skólastjóra Grunnskóla Grindavíkur. Hún mun láta af störfum 1. ágúst nk. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra um ráðnignarferli og aðkomu fræðslunefndar að því.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að upphæð 1.000.000 kr til að standa straum að ráðningarferli skv. tillögu sviðsstjóra. Jafnframt er sviðsstjóra falið að auglýsa stöðu skólastjóra grunnskólans.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.19:50.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 16. maí 2018

Fundur 484

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

Fundur 41

Bćjarráđ / 14. maí 2018

Fundur 1480

Frístunda- og menningarnefnd / 7. maí 2018

Fundur 73

Frćđslunefnd / 7. maí 2018

Fundur 75

Frćđslunefnd / 9. apríl 2018

Fundur 74

Bćjarráđ / 8. maí 2018

Fundur 1479

Bćjarráđ / 30. apríl 2018

Fundur 1478

Afgreiđslunefnd byggingamála / 26. apríl 2018

Fundur 26

Bćjarstjórn / 24. apríl 2018

Fundur 483

Bćjarráđ / 17. apríl 2018

Fundur 1477

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Bćjarráđ / 5. desember 2017

Fundur 1465

Öldungaráđ / 11. apríl 2018

Fundur 2

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. apríl 2018

Fundur 28

Bćjarráđ / 10. apríl 2018

Fundur 1476

Frístunda- og menningarnefnd / 4. apríl 2018

Fundur 72

Frístunda- og menningarnefnd / 7. mars 2018

Fundur 71

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. mars 2018

Fundur 27

Bćjarstjórn / 27. mars 2018

Fundur 482

Bćjarráđ / 20. mars 2018

Fundur 1475

Skipulagsnefnd / 19. mars 2018

Fundur 39

Öldungaráđ / 14. mars 2018

Fundur 1

Bćjarráđ / 13. mars 2018

Fundur 1474

Frćđslunefnd / 12. mars 2018

Fundur 73

Bćjarráđ / 6. mars 2018

Fundur 1473

Bćjarstjórn / 27. febrúar 2018

Fundur 481

Félagsmálanefnd / 15. febrúar 2018

Fundur 87

Félagsmálanefnd / 11. janúar 2018

Fundur 86