Skipulag miđbćjar í Grindavík

  • Stjórnsýsla
  • 06.03.2017

Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti þann 28. febrúar 2017 að auglýsa tillögur á deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir miðbæ Grindavíkur. Skipulagssvæðið er um 4,6 ha að stærð, nær frá Gerðavöllum í norðri og niður fyrir lóð Víkurbrautar 56 í suðri. Í austri nær svæði yfir lóð kirkjunnar og fylgir svo Stamphólsvegi að Gerðavöllum. Í vestri er markar Víkurbrautin svæðið, lóð Víkurbrautar 31 er hluti af deiliskipulagssvæðinu. Innan þess svæðis er í gildi deiliskipulag fyrir Festi og mun það falla úr gildi. Tillagan hefur tekið breytingum síðan hún var auglýst á árunum 2012 og 2013 og eru hagsmunaaðilar hvattir til að kynna sér tillöguna og gera athugasemdir á ný. Skipulagslýsing fyrir tillöguna var auglýst 14. nóvember 2011
Megininntak deiliskipulagstillögunnar er að skapa umgjörð um lifandi miðbæ í Grindavík með blandaðri starfsemi; verslun, þjónusta og íbúðir. Lögð er áhersla að uppbygging falli vel að því byggðamynstri sem fyrir er. Einnig er lögð áhersla á að auka umferðaröryggi í miðbænum, draga úr umferðarhraða og gera gangandi og hjólandi vegfarendum hærra undir höfði. Gerðar eru breytingar á gatnamótum Víkurbrautar og Ránargötu þannig að umferðinni sé beint niður að höfn.

Deiliskipulagstillagan er til sýnis á skrifstofu Grindavíkurbæjar Víkurbraut 62, 2. hæð frá kl: 9 - 18 alla virka daga og á heimasíðu bæjarins. Tillögurnar eru í kynningu frá og með 6. mars 2017 til og með 19. apríl 2017. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og þurfa að berast frá og með 6. mars 2017 og eigi síðar en kl. 10:00 mánudaginn 20. apríl 2016 annað hvort á bæjarskrifstofu Grindavíkur, Víkurbraut 62 eða á netfangið: armann@grindavik.is.

Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.

Fh. Grindavíkurbæjar
Ármann Halldórsson
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
armann@grindavik.is

 

Fylgiskjöl:

 Deiliskipulag Grindavíkur - greinagerð
 Miðbær Grindavíkur - deiliskipulagsuppdráttur
 Miðbær Grindavíkur - skýringauppdráttur 

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 19. júlí 2018

Atvinna - Félagsmiđstöđin Ţruman

Fréttir / 2. júlí 2018

Atvinna - Bćjarstjóri Grindavíkurbćjar

Fréttir / 13. júní 2018

Atvinna - Matráđur á leikskólanum Laut

Fréttir / 28. maí 2018

Atvinna - Bókasafn Grindavíkur

Fréttir / 23. maí 2018

Atvinna - Rafgítarkennari

Fréttir / 18. maí 2018

Atvinna - Liđveitendur óskast 

Lautafréttir / 16. mars 2018

Páskaeggjaleit - Foreldrafélagiđ

Fréttir / 23. febrúar 2018

Atvinna - Fagstjóri í hreyfisal Lautar

Stjórnsýsla / 22. janúar 2018

Atvinna - Starfsmađur í ţjónustumiđstöđ

Stjórnsýsla / 28. desember 2017

Útbođ - Íţróttamannvirki Grindavíkur

Stjórnsýsla / 6. september 2017

Atvinna - liđveitendur óskast

Stjórnsýsla / 27. júní 2017

Stuđningsfjölskyldur óskast

Fréttir / 20. júní 2014

Laus störf viđ leikskólann Laut