Fundur 13

13. fundur Afgreiðslunefndar byggingamála haldinn á skrifstofu byggingafulltrúa, miðvikudaginn 1. mars 2017 og hófst hann kl. 11:15.


Fundinn sátu
:
Sigmar Björgvin Árnason byggingafulltrúi og Ármann Halldórsson skipulagsfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Sigmar Árnason, Byggingafulltrúi.

Dagskrá:

1. 1702022 - Efrahóp 16: Umsókn um byggingarleyfi
Unndór Sigurðsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi skv. teikningum frá Haraldi Valbergssyni dags. 29.01.2017

Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2 og 4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt og greinagerð hönnunarstjóra hafi verið skilað inn.
13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.
Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi:
2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.
4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

2. 1508011 - Víkurbraut 8: Umsókn um byggingarleyfi
Erindi frá Hermanni Ólafssyni f/h Þórkötlu ehf. kt. 440407-1290. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir stækkun á útihúsum á lóð ásamt breytingum innanhús á matshluta 1. sjá teikningar frá Tækniþjónustu SÁ.

Samþykkt.

3. 1701041 - Steinar: umsókn um byggingarleyfi
Jón Guðmundur Ottósson kt:081071:3149 sækir um byggingarleyfi f/h Fasteignafélagið Steinar ehf. fyrir breytingum innan- og utanhús m.a. breytingar á gluggum. Sjá teikningar frá Tækniþjónustu SÁ.

Samþykkt.

4. 1702096 - Efrahóp 20: umsókn um lóð
Þórlaug Guðmundsdóttir sækir um lóðina Efrahóp 20 til byggingar einbýlishúss.

Samþykkt.

5. 1703003 - Norðurhóp 44: umsókn um lóð
Magnús Guðmundsson f/h Grindin ehf. 610192-2389 sækir um lóðina Norðurhóp 44 til byggingar raðhúss.

Samþykkt.

6. 1703004 - Norðurhóp 46: umsókn um lóð
Magnús Guðmundsson f/h Grindin ehf. 610192-2389 sækir um lóðina Norðurhóp 46 til byggingar raðhúss.

Samþykkt.

7. 1703005 - Norðurhóp 48: umsókn um lóð
Magnús Guðmundsson f/h Grindin ehf. 610192-2389 sækir um lóðina Norðurhóp 48 til byggingar raðhúss.

Samþykkt.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:45.

 

Grindavík.is fótur