Fundur 471

  • Bćjarstjórn
  • 2. mars 2017

471. fundur Bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 28. febrúar 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson 1. varaforseti, Guðmundur L. Pálsson bæjarfulltrúi, Kristín María Birgisdóttir forseti, Páll Jóhann Pálsson aðalmaður, Marta Sigurðardóttir 2. varaforseti, Jóna Rut Jónsdóttir bæjarfulltrúi, Ásrún Helga Kristinsdóttir bæjarfulltrúi, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1. 1702020 - Félagsleg heimaþjónusta: Gjaldskrá 2017
Til máls tóku: Kristín María og Ásrún

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja ákveðið gjald fyrir heimaþjónustu vegna ársins 2017 og feli svo félagsmálanefnd að finna verðlagsgrundvöll til framtíðar. Lagt er til að gjaldið verði ákvarðað 1.250 kr. fyrir hvern unninn tíma, en það er 4,5% hækkun.
Samþykkt samhljóða

2. 1702011 - Fjarskiptamastur við Hópnesvita: Umsókn um leyfi til að reisa 30 m stálmastur
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Marta, Páll Jóhann og Hjálmar

Neyðarlínan óskar eftir heimild til að reisa 30 m. stálmastur við hlið Hópsnesvita til að bæta neyðar- og öryggisfjarskiptakerfi. Auk þess skapast möguleiki fyrir fjarskiptafyrirtæki að bæta farsíma- og netþjónustu.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt með fyrirvara um að settir verði skilmálar um jarðrask og frágang til að tryggja að umgengni á framkvæmdartíma verði til fyrirmyndar. Einnig að fyrir liggi jákvæð umsögn Vegagerðarinnar og Samgöngustofu ásamt leyfi landeigenda.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Skipulagsnefndar.

3. 1501208 - Deiliskipulag miðbæjarkjarna Grindavíkur.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Páll Jóhann, Guðmundur, Marta, Hjálmar og Jóna Rut

Tillaga að deiliskipulagi fyrir miðbæ Grindavíkur tekin fyrir að nýju. Skipulagið var auglýst skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á árunum 2012 og 2013. Ásamt því voru athugasemdir teknar fyrir og þeim svarað. Gerðar voru breytingar á skipulaginu til þess að koma á móts við athugasemdir, m.a. er reitur við Víkurbraut 31 látinn halda sér sem verslun og þjónusta. Einnig er aðkoma inn á sömu lóð látin halda sér að mestu. Skipulagssvæðið er um 4,6 ha að stærð, nær frá Gerðavöllum í norðri og niður fyrir lóð Víkurbrautar 56 (Landsbankans) í suðri. Í austri nær svæði yfir lóð kirkjunnar og fylgir svo Stamphólsvegi að Gerðavöllum. Í vestri markar Víkurbrautin svæðið, lóð Víkurbrautar 31 (AðalBrautar) er hluti af deiliskipulagssvæðinu.

Lagt er til við bæjarstjórn að auglýsa skipulagið skv. 41. gr. laga nr. 123 frá 2010.
Samþykkt samhljóða

4. 1602027 - íþróttamannvirki: Áfangi 3, hönnun
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Hjálmar, Ásrún, Guðmundur, Páll Jóhann og Marta

Fundarhlé tekið kl. 18:35 - 19:05

Bókun
Fulltrúar minnihluta B- og S- lista taka undir og eru sammála því að nauðsynlegt er að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunnar í Grindavík. Hins vegar teljum við að ekki sé forsvaranlegt að taka ákvörðun um fjárfestingu uppá hálfan milljarð króna þegar ekki er á sama tíma gert ráð fyrir fjármagni í uppbyggingu leik- og grunnskóla í Grindavík.
Bæjarfulltrúar B-lista: Ásrún og Páll Jóhann og S-lista: Marta

Bókun
Það er ljóst að ekki er hægt að framkvæma allt í einu. Þetta verkefni hefur verið unnið í á annað ár og náðst hefur mikil eining og sátt innan nefndarinnar. Nú er komið að framkvæmdum. Í framhaldinu verður að sjálfsögðu farið í undirbúning að framtíðaruppbyggingu leik- og grunnskóla.
Bæjarfulltrúar D-lista: Hjálmar, Guðmundur og Jóna Rut, fulltrúi G-lista: Kristín María

Tillaga
Í vinnslu nefndarinnar hefur komið í ljós að heildarkostnaður verður hærri en upphaflega var áætlað. Bæjarstjórn samþykkir að nefndin haldi áfram vinnu við hönnunina með aðstöðu fyrir bardagaíþróttir í tengibyggingu.

Tillagan er samþykkt með 4 atkvæðum meirihluta, Páll Jóhann, Ásrún og Marta sitja hjá.

5. 1702029 - Ósk um viðauka: Tónlistarskóli
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Guðmundur, Marta, Ásrún og Páll Jóhann

Sviðsstjóri óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna framkvæmda við Tónlistarskóla Grindavíkur. Í beiðninni er óskað eftir 12.000.000 kr. til þess að minnka hljóðleiðni vegna galla í hönnun tónlistarskólans. Framkvæmdin felur í sér að útveggir verði klæddir af.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 12.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt samhljóða

6. 1604007 - Staðarsund 2-16: Fyrirspurn um stækkun

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María

Erindi frá eigendum Staðarsunds 2, 4, 6, 8, 10 og 12. Í erindinu er óskað eftir breytingu á áður samþykktum byggingaráformum við Staðarsund 2, 4, 6, 10, 12 og 16b. Breytingin felur í sér að viðbyggingin við vesturhlið verði slitin frá húsi og þak viðbyggingar á austurhlið verði hækkað og tengt við mæni núverandi byggingar.
Skipulagsnefnd telur að breytingin rúmist innan eldri grenndarkynningar þar sem hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða

7. 1609104 - Staðarsund 3: umsókn um lóð
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María

Helgi V. Sæmundsson fyrir hönd H.H.Smíði ehf. sækir um lóðina Staðarsund 3 til byggingar iðnaðarhúsnæðis.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða

8. 1702057 - Steinar: breyting á skipulagi
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Páll Jóhann, Marta, Guðmundur og Hjálmar

Erindi frá fasteignafélaginu Steinar ehf. kt. 690715-0820 lagt fram. Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að hægt verði að reka gistiheimili á Steinum, landnúmer 129159. Á umræddri lóð hefur verið rekið gistiheimili í þó nokkurn tíma.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og grenndarkynnt fyrir eigendum Akurs.
Samþykkt samhljóða

9. 1702054 - Umsókn um lóð: Víkurhóp 30.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María

Grindin ehf. kt. 610192-2389 sækir um lóðina við Víkurhóp 30 til byggingar fjölbýlishúss.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða

10. 1702055 - Umsókn um lóð: Víkurhóp 32
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María

Grindin ehf. kt.610192-2389 sækir um lóðina við Víkurhóp 32 til byggingar fjölbýlishúss.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða

11. 1702058 - Víkurbraut 8: breyting á skipulagi
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María

Erindi frá Þórkötlu ehf. kt. 440407-1290 lagt fram. Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að hægt sé að reka gistiheimil við Víkurbraut 8, landnúmer 129076.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt fyrir Víkurbraut 5 og 10.
Samþykkt samhljóða

12. 1702028 - Íslandsbanki: Fjárfestingastefna Grindavíkurbæjar
Til máls tók: Kristín María

Samningur um fjárvörslu hjá Íslandsbanka lagður fram til staðfestingar.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

13. 1702032 - Grunnskóli Grindavíkur: Greiðsla samkvæmt kjarasamningi
Til máls tóku: Kristín María, Hjálmar og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Kristín María og Ásrún viku af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Varaforseti, Hjálmar Hallgrímsson, tók við fundarstjórn

Tillaga
Að greidd verði eingreiðsla til kennara að fjárhæð 6.000 kr. miðað við 100% stöðuhlutfall og hlutfallslega ef um lægra stöðugildi er að ræða.
Samþykkt með 5 atkvæðum

14. 1701105 - Fulltrúaráð EBÍ: Kjör fulltrúa
Til máls tók: Kristín María

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóri verði aðalfulltrúi og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs til vara.
Samþykkt samhljóða

15. 1701058 - Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2017
Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, Páll Jóhann, Marta og Guðmundur

Fundargerð 477. fundar, dags. 9. febrúar 2017 lögð fram. Fundargerðin er í 6 töluliðum.

16. 1701066 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2017
Til máls tóku: Kristín María, Guðmundur og Ásrún

Fundargerð 712. fundar, dags. 8. febrúar 2017 lögð fram. Fundargerðin er í 6 töluliðum.

17. 1702014 - Fundargerðir: Samband íslenskra sveitarfélaga 2017
Til máls tók: Hjálmar

Fundargerð 846. fundar, dags. 27. janúar 2017 lögð fram. Fundargerðin er í 39 töluliðum.

18. 1702015 - Fundargerðir: Reykjanes Geopark 2017
Til máls tóku: Kristín María, Hjálmar og bæjarstjóri

Fundargerð 33. fundar, dags. 20. janúar 2017, lögð fram. Fundargerðin er í 10 töluliðum.

19. 1702002F - Bæjarráð Grindavíkur - 1434
Til máls tóku: Kristín María og Hjálmar

Fundargerð 1434. fundar, dags. 7. febrúar 2017, lögð fram. Fundargerðin er í 9 töluliðum.

20. 1702007F - Bæjarráð Grindavíkur - 1435
Til máls tóku: Kristín María, Guðmundur, Marta, Jóna Rut, Hjálmar, Ásrún, Páll Jóhann og bæjarstjóri

Fundargerð 1435. fundar, dags. 14. febrúar 2017, lögð fram. Fundargerðin er í 4 töluliðum.

21. 1702008F - Bæjarráð Grindavíkur - 1436
Til máls tóku: Kristín María, Guðmundur, Marta, Páll Jóhann, bæjarstjóri, Hjálmar og Ásrún

Fundargerð 1436. fundar, dags. 21. febrúar 2017, lögð fram. Fundargerðin er í 5 töluliðum.

22. 1702010F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 19
Til máls tóku: Kristín María, Guðmundur, Hjálmar, Marta, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og bæjarstjóri.

Fundargerð 19. fundar, dags. 22. febrúar 2017, lögð fram. Fundargerðin er í 2 töluliðum.

23. 1702006F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 448
Til máls tóku: Kristín María, Hjálmar, Páll Jóhann og Marta

Fundargerð 448. fundar, dags. 13. febrúar 2017, lögð fram. Fundargerðin er í 4 töluliðum.

24. 1612009F - Félagsmálanefnd - 73
Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, Ásrún, Marta og Guðmundur

Fundargerð 73. fundar, dags. 15. desember 2016, lögð fram. Fundargerðin er í 5 töluliðum.

25. 1702005F - Félagsmálanefnd - 75
Til máls tóku: Kristín María, Guðmundur, Hjálmar, Marta og Ásrún

Fundargerð 75. fundar, dags. 16. febrúar 2017, lögð fram. Fundargerðin er í 6 töluliðum.

26. 1701018F - Frístunda- og menningarnefnd - 60
Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, Marta, Guðmundur og Páll Jóhann

Fundargerð 60. fundar, dags. 8. febrúar 2017, lögð fram. Fundargerðin er í 9 töluliðum.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:15.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135