Furđufiskar í Lautinni

  • Fréttir
  • 28. febrúar 2017
Furđufiskar í Lautinni

Síðastliðinn föstudag kom góður gestur í heimsókn á leikskólann Laut en það var hann Leifur Guðjónsson, pabbi hennar Eldeyjar sem er nemandi í leikskólanum. Kom Leifur með ýmsa furðufiska í farteskinu, að minnsta kosti að mati barnanna, og sýndi þeim. Að sjálfsögðu vildu þau einnig vita hvað væri inn í þeim líka. Svona framtak er svo frábært þegar foreldrar koma og kynna fyrir börnunum, kærar þakkir Leifur. Fleiri myndir, af Facebook-síðu Lautar, hér að neðan.


Deildu ţessari frétt