Smalamót Brimfaxa á morgun

  • Fréttir
  • 24. febrúar 2017

Á morgun, laugardaginn 25. febrúar kl. 12:00, stendur æskulýðsdeild Brimfaxa fyrir svokölluðu smalamóti í reiðhöllinni. Þar er keppt í að fara á hesti á sem skemmstum tíma í gegnum þrautabraut. Keppt verður í fjórum flokkum, unglingaflokki 14-17 ára, barnaflokki 9-13 ára, pollaflokki, teymdir og pollaflokk ríðandi, 8 ára og yngri. Í pollaflokki er ekki keppt á tíma heldur fá þessir duglegu knapar okkar tækifæri til að æfa sig á vellinum hvort sem þau fá aðstoð eða gera sjálf og fá öll viðurkenningu.

Kaffisala verður á staðnum og mun ágóðinn af henni renna til kaupa á hnakki sem sérhannaður er fyrir fatlaða, en okkar markmið er að hestamannafélagið eignist slíkan hnakk til að geta boðið öllum að kynnast hestaíþróttinni. Við hvetjum alla til að koma og horfa á þetta skemmtilega mót.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!