Fundur 19

19. fundur umhverfis- og ferðamálanefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 22. febrúar 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Gunnar Margeir Baldursson formaður, Anita Björk Sveinsdóttir aðalmaður, Hjörtur Waltersson aðalmaður, Magnús Andri Hjaltason aðalmaður, Jón Emil Halldórsson aðalmaður, Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Siggeir Fannar Ævarsson Upplýsinga- og skjalafulltrúi.

Fundargerð ritaði: Siggeir F. Ævarsson, upplýsinga- og skjalafulltrúi.

Dagskrá:

1. 1606003 - Tjaldsvæði: Smáhýsi
Nefndin gerir athugasemd við orðalag 2. greinar, þar sem ekki var gert ráð fyrir aðkomu hennar. Í erindisbréfi nefndarinnar kemur skýrt fram að málefni tjaldsvæðisins heyri undir Umhverfis- og ferðamálanefnd og því eðlilegt að nefndin taki fyrir ágreiningsmál sem snúa að tjaldsvæðinu.

2. 1702011 - Fjarskiptamastur við Hópnesvita Umsókn um leyfi til að reisa 30 m stálmastur
Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.

 

 

 

Grindavík.is fótur