Stelpurnar leita enn ađ fyrsta sigri ársins

  • Körfubolti
  • 20. febrúar 2017

Grindavíkurkonur leita enn að fyrsta sigri ársins eftir tap gegn Haukum hér í Grindavík á laugardaginn. Leikurinn var jafn allt til enda en staðan var 40-40 í upphafi 4. leikhluta. Haukakonur sigu svo fram úr á lokasprettinum, lokatölur 52-56. Grindavík er enn án erlends leikmanns en Angela Rodriguez bíður eftir að fá atvinnuleyfi. Nú fer hver að verða síðastur að redda þessum pappírum því Grindavík á aðeins 6 leiki eftir í deildinni.

Karfan.is fjallaði um leikinn:

Haukar sigruðu Grindavík 56-52 í 22. umferð Dominos deildar kvenna. Þrátt fyrir sigurinn eru Haukar þó enn í 7. sæti deildarinnar, og Grindavík í því 8.

Grindavík byrjaði leik dagsins betur. Voru 16-13 yfir þegar að fyrsta leikhluta lauk. Bættu svo við forystuna áður en að fyrri hálfleiknum lauk, 27-21. Haukar mættu þó mun sterkari til leiks inn í seinni hálfleikinn og voru búnar að jafna leikinn fyrir lokaleikhlutann, 40-40. Í honum létu þær svo kné fylgja kviði og sigruðu leikinn að lokum með 4 stigum 52-56.

Atkvæðamest fyrir heimastúlkur í leiknum var Ingunn Embla Kristínardóttir með 16 stig, 9 fráköst og 3 stoðsendingar á meðan að fyrir Hauka var það Þóra Kristín Jónsdóttir sem dróg vagninn með 11 stigum, 9 fráköstum og 9 stoðsendingum.

Tölfræði leiks


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir