Fjölbreytt sumarstörf í Bláa lóninu

  • Fréttir
  • 14. febrúar 2017

Mikill uppgangur er í ferðaþjónustu í Grindavík þessi misserin og fjölmörg atvinnutækifæri eru nú í greinninni hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu. Bláa lónið er einn stærsti vinnuveitandi í Grindavík og eru margvísleg og fjölbreytt sumarstörf í boði hjá þeim í ár. Áhugasamir geta kynnt sér störfin hér að neðan:

Sumarstörf í Bláa lóninu 2017

Starfsemi okkar er fjölbreyttari en margir halda en sameiginlegt markmið allra starfsmanna er að skapa frábærar minningar, bæði fyrir gestina okkar og ekki síður hvert annað.

Við leitum að metnaðarfullum starfsmönnum með ríka þjónustulund í hin ýmsu störf í sumar. Um vaktavinnu er að ræða og í boði eru rútuferðir frá höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesbæ til og frá vinnu í flestum tilfellum. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri.

Störfin í boði eru:

Móttökustarfsmenn
- Taka á móti gestum, veita upplýsingar og svara spurningum.

Þjónustu- og gæslumenn í klefa
- Gæta að öryggi gesta, veita aðstoð og halda klefum snyrtilegum.

Gæslumenn
- Gæta að öryggi gesta ofan í lóni.

Gestgjafar
- Sjá um að hámarka upplifun gesta með ýmsum hætti.

Nuddarar
- Sjá um að nudda gesti ofan í Bláa Lóninu við einstakar náttúrulegar aðstæður

Starfsfólk í þvottahúsi
- Sér til þess að ætíð séu til staðar hrein handklæði og sloppar.

Starfsfólk í ræstingum
- Heldur öllum svæðum hreinum og snyrtilegum, bæði á dagvöktum og næturvöktum.

Sölufólk í verslunum
- Þjónustar og selur gestum Bláa Lóns húðvörur. Verslanir okkar eru á þremur stöðum; í Bláa Lóninu í Grindavík, á Laugavegi og á Keflarvíkurflugvelli.

Starfsfólk í söludeild
- Veitir ráðgjöf, þjónustu og selur fjölbreytta þjónustu Bláa Lónsins.

Störf á Silica Hotel
- Margvísleg störf á okkar einstaka Silica Hotel, svo sem móttaka, eldhússtarfsmenn, herbegisþernur og gestgjafar

Starfsmaður í fasteignadeild
- Starfsmenn í fasteignadeild sinna eftirliti, viðhaldi og framkvæmdum á fasteignum, umhverfi og tækjabúnaði Bláa Lónsins.

Kynntu þér tækifærin og segðu okkur frá þér. Við hlökkum til að heyra frá þér!

Smelltu hér til að sækja um

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál