Grindavík bikarmeistari í 9. flokki stúlkna

  • Körfubolti
  • 12. febrúar 2017

Grindavík landaði bikarmeistaratitli núna fyrr í kvöld þegar stelpurnar í 9. flokki lögðu nágranna sína úr Keflavík í hörkuspennandi leik, 36-33. Leikurinn var hnífjafn allan tímann og hvorugt liðið náði að byggja upp mikla forystu. Í upphafi 4. leiklhluta náði Grindavík 3 stiga forystu og þar við sat. Bikarinn í höfn og sætur sigur á nágrönnum okkar úr Keflavík staðreynd.

Jenný Geirdal Kjartansdóttir var stigahæst Grindavíkurstúlkna í kvöld, með 11 stig. En tölfræði leiksins má sjá í heild á vefsíðu KKÍ.

Karfan.is fjallaði rækilega um bikarhelgina. Hér að neðan má sjá viðtal við Unu Rós Unnarsdóttur eftir leik, og á Facebook-síðu Körfunnar má sjá nokkrar vídjóklippur frá lokamínútum leiksins

Þess má til gamans geta að Grindavík hefur ekki tapað leik í vetur í deild og bikar og eru með árangurinn 12-0 í Íslandsmótinu. Liðið hefur raunar ekki tapað leik síðan í febrúar á síðast ári og er með árangurinn 35-1 síðan að Ólöf Helga Pálsdóttir tók við þjálfun liðsins. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þarf hún þó fljótlega að taka sér tímabundið frí frá þjálfun en hún á von á barni á allra næstu dögum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!