Fundur 1434

  • Bćjarráđ
  • 9. febrúar 2017

1434. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 7. febrúar 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1. 1702020 - Félagsleg heimaþjónusta: Gjaldskrá 2017
Til fundarins var mættur sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, Nökkvi Már Jónsson, og kynnti hann málið.

Tillaga
Lagt er til við bæjarráð að það samþykki ákveðið gjald vegna ársins 2017 og feli svo félagsmálanefnd að finna verðlagsgrundvöll til framtíðar.
Lagt er til að gjaldið verði ákvarðað kr. 1.250,- sem er 4,5% hækkun.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna.

2. 1611031 - VMST: Húsnæðisbætur
Til fundarins var mættur sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, Nökkvi Már Jónsson, og kynnti hann málið.

Við úrvinnslu sérstaks húsnæðisstuðnings fyrir janúar eru notuð gögn frá Vinnumálastofnun vegna húsnæðisbóta. Í þeim gögnum eru börn umgengisforeldra talin með sem heimilismenn. Því mun framkvæmdin verða þannig að umgengisforeldrar fá sérstakan húsnæðisstuðning miðað við fjölda barna svo fremi sem þau dvelji 30 daga eða lengur á ári hjá umgengisforeldri og uppfylli önnur skilyrði.

3. 1608004 - Félagsleg þjónusta, ráðgjöf og búseta

Til fundarins var mættur sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, Nökkvi Már Jónsson, og kynnti hann málið.

Fyrirliggjandi tilboði er hafnað og sviðsstjóra er falið að koma með gagntilboð á grundvelli eldri samnings.

4. 1701101 - Fiskeldi á Stað: Internettenging

Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið.

Beiðni um úrbætur á netsambandi lögð fram. Í vinnslu er að bæta netsamband í dreifbýli með ljósleiðaratengingu. Sviðsstjóra er falið að svara bréfinu.

5. 1612012 - Metanólverksmiðja í Svartsengi: Frummatsskýrsla
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið.

Sviðsstjóri hefur sent athugasemdir til Skipulagsstofnunar og mun fylgja þeim eftir.

6. 1702029 - Ósk um viðauka: Tónlistarskóli
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið.

Sviðsstjóri óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna framkvæmda við tónlistarskóla Grindavíkur. Í viðaukanum er óskað eftir 12.000.000 kr. til þess að minnka hljóðleiðni vegna galla í hönnun tónlistarskólans. Framkvæmdin felur í sér að útveggir verði klæddir af.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 12.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

7. 1702001 - Fasteignagjöld 2017: Álagning
Álagning fasteignagjalda 2017 lögð fram.
Heildarálagning ársins 2017 er 509.691.456 kr. sem er 0,65% hærri en áætlun gerði ráð fyrir.

8. 1701105 - Fulltrúaráð EBÍ: Kjör fulltrúa
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóri verði aðalfulltrúi og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs til vara.

9. 1702028 - Íslandsbanki: Fjárfestingastefna Grindavíkurbæjar
Bæjarráð samþykkir ekki að taka inn í fjárfestingastefnuna heimild til að fjárfesta í bankavíxlum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa undir samning um fjárvörslu við víb og leggja fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Frístunda- og menningarnefnd / 6. júní 2018

Fundur 74

Bćjarstjórn / 20. júní 2018

Fundur 485

Hafnarstjórn / 14. maí 2018

Fundur 458

Hafnarstjórn / 12. apríl 2018

Fundur 457

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. júní 2018

Fundur 27

Öldungaráđ / 9. maí 2018

Fundur 3

Bćjarráđ / 29. maí 2018

Fundur 1481

Bćjarstjórn / 16. maí 2018

Fundur 484

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

Fundur 41

Bćjarráđ / 14. maí 2018

Fundur 1480

Frístunda- og menningarnefnd / 7. maí 2018

Fundur 73

Frćđslunefnd / 7. maí 2018

Fundur 75

Frćđslunefnd / 9. apríl 2018

Fundur 74

Bćjarráđ / 8. maí 2018

Fundur 1479

Bćjarráđ / 30. apríl 2018

Fundur 1478

Afgreiđslunefnd byggingamála / 26. apríl 2018

Fundur 26

Bćjarstjórn / 24. apríl 2018

Fundur 483

Bćjarráđ / 17. apríl 2018

Fundur 1477

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Bćjarráđ / 5. desember 2017

Fundur 1465

Öldungaráđ / 11. apríl 2018

Fundur 2

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. apríl 2018

Fundur 28

Bćjarráđ / 10. apríl 2018

Fundur 1476

Frístunda- og menningarnefnd / 4. apríl 2018

Fundur 72

Frístunda- og menningarnefnd / 7. mars 2018

Fundur 71

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. mars 2018

Fundur 27

Bćjarstjórn / 27. mars 2018

Fundur 482

Bćjarráđ / 20. mars 2018

Fundur 1475

Skipulagsnefnd / 19. mars 2018

Fundur 39