Öruggur sigur á ÍR í gćr

  • Körfubolti
  • 3. febrúar 2017

Grindvíkingar tóku á móti vængbrotnum ÍR-ingum í Mustad höllinni í gær. Sumir áttu sennilega von á því að mótlætið myndi þjappa gestunum saman en þeir náðu sér aldrei almennilega á strik og þá hittu okkar menn afar vel fyrir utan og sigurinn í raun aldrei í hættu, lokatölur 94-79.

Stjörnulið karfan.is var á staðnum í gærkvöldi:

Andstæðingur Grindvíkinga í kvöld er ÍR og er þessi leikur eins og nánast allir leikir hér eftir, eins og bikarúrslitaleikur! Grindavík einum sigurleik fyrir ofan ÍR og vann fyrri leik liðanna með 3 stigum, 78-81. Eins og flestir vonandi vita þá ræður innbyrðisstaða í leikjum úrslitum ef lið enda með jafnmörg stig. ÍR án Quincy Hankins-Cole og munar heldur betur um minna! Auk þess vantaði Hjalta Friðriksson og Kristinn Marinósson.

Clinch byrjaði leikinn sterkt fyrir heimamenn með 2 þristum en Danero kom svo Breiðhyltingum á blað með „and-1", klikkaði reyndar á vítinu.... Eftir að Lewis setti sinn 3. þrist og kom þeim gulu 10 punkta yfir 16-6, þá tók Borce þjálfari ÍR leikhlé til að reyna vekja sína menn til lífsins en þeir höfðu verið í hinum mestu erfiðleikum með að koma góðum skotum á körfuna. Ræðan virkaði ekki strax en ÍR-ingar komust svo loksins aðeins af stað og komu sér úr 7 stigum í 13 á nokkrum sekúndum en þá sögðu heimamenn „hingað og ekki lengra!" og settu síðustu stig opnunarfjórðungsins og leiddu að honum loknum, 26-13. Þessi 13 stig segja allt sem segja þarf um sókn ÍR-inga og/eða vörn Grindvíkinga.

Sami barningur var á ÍR í byrjun 2. leikhluta og undirritaður skrifar það á vörn heimamanna en þeim gekk svo sem ekkert betur að skora en voru samt að fá góð skot fyrir utan og mörg þeirra í og úr. Jóhann tók svo leikhlé þegar 4 mínútur voru eftir til að fara aðeins yfir málin. Eitthvað virðist ræðan hafa gengið upp því Clinch bætti fljótlega við 2 þristum og því kominn með 5 slíka í 6 tilraunum. Kappinn ekkert að flækja skotval sitt fram að þessum tíma, „bara" búinn að skjóta þristum.... Grindvíkingar yfir höfuð sjóðandi heitir fyrir utan 3-stiga línuna, með 9/17. Munurinn kominn upp í 20 stig, 46-26 þegar Borce tekur tíma og 2:20 eftir af fyrri hálfleik. Athyglisvert að skoða töfluna í Grindavík á þessum tímapunkti en slagsíða var komin á hana þar sem heimamenn voru komnir með 13 villur á móti einungis 4 villum ÍR-inga..... Er hér ekki verið að setja út á dómgæsluna en þessi villu"fjöldi" ÍR-inga hlýtur að segja eitthvað til um stærð bardagans í þeirra hundi...... Körfuboltaleikur er svo sem aldrei búinn en ÍR-ingar virðast hafa kastað handklæðinu einhvers staðar á Reykjanesbrautinni því alla baráttu skortir í þá. Skrýtið m.v. mikilvægi leiksins. En sjáum til hvernig seinni hálfleikurinn þróast en staðan í hálfleik var 52-33. Stigahæstir gulra voru Dagur Kár með 16 og Lewis 15. Matti sá eini hinum megin sem búinn var að klýfa hinn fræga 10-stiga múr með 13 stig.

Jafnræði var með liðunum í byrjun seinni hálfleiks en ÍR-ingar settu svo í gang og voru búnir að minnka muninn í 14 stig, 57-43. Á þessum tímapunkti voru þeir nánast komnir með jafn margar villur og í öllum fyrri hálfleiknum! Miklu meiri barátta og ljóst að þeir ætluðu sér að selja sig dýrt. ÍR hélt áfram að þjarma að gulum en náðu ekki að koma sér niður fyrir hinn sterkt sálfræðilega 10-stiga þröskuld. Ingvi setti sterkan þrist sem gaf heimamönnum smá andrými en ÍR-ingar neituðu einfaldlega að gefast upp. 13 stiga munur sást rétt fyrir lok 3. leikhluta en skrýtinn dómur setti Dag á línuna og í lokasókn ÍR missti Matthías boltann klaufalega og braut á Degi sem setti 2 víti í viðbót niður. Ekki þarf mikinn speking til að sjá muninn á 11 eða jafnvel 10 stiga mun og 1 fjórðungur eftir, eða 17 stiga mun eins og raunin var, 74-57.

Eitthvað lífsmark var með ÍR og eftir tæpar 5 mínútur tók Jóhann leikhlé þar sem munurinn var kominn niður í 13 stig, 81-68. Þegar þarna var komið við sögu voru Grindvíkingar nánast búnir að taka jafnmörg 3- og 2-stiga skot. M.v. hittnina í fyrri hálfleik þá er það kannski viturlegt en í þessum 4. leikhluta var hittnin ekki sú sama. Dagur tók t.d. 3 skot í röð sem öll geiguðu. Jóhann þjálfari samt greinilega pollrólegur yfir þessari stöðu þar sem Dagur var sá eini úr byrjunarliðinu á meðal þeirra 5 sem spiluðu þessar fyrstu mínútur lokaleikhlutans. Clinch t.d. ekki búinn að snerta völlinn allan 4. leikhlutann, skrýtið og þó kannski ekki þar sem þessi leikur virtist einfaldlega vera unninn fyrir heimamenn áður en til uppkasts kom í byrjun leiksins. Það er eitthvað sem ÍR-ingar hljóta að þurfa skoða gaumgæfilega! Síðustu mínútur leiksins settu heimamenn svo á svið 3-stiga skotsýningu og áður en varði var munurinn kominn yfir 20 stig, 94-73! ÍR-ingar löguðu stöðuna svo aðeins í lokin með síðustu 6 stigum leiksins og lokastaðan, 94-79.

Það er erfitt að taka menn sérstaklega út úr þessum leik þar sem þetta var eins og haustleikur..... Ótrúlegt m.v. hvað undirritaður hélt fyrir leikinn!

Dagur Kár var bestur heimamanna og skoraði 24 stig og tók 6 fráköst. Clinch hafði sig ekki mikið í frammi í seinni hálfleik og spilaði eins og áður kom fram, ekkert í 4. leikhlutanum. Hann endaði með 17 stig og 7 stoðsendingar. Óli Ól var grátlega nærri tvennunni með 17 stigum og 9 fráköstum. Ingvi Þór Guðmundsson með flotta innkomu af bekknum með 14 stig, hitti m.a. úr 4/8 3-stiga skotum sínum.

Matthías Sigurðsson var bestur ÍR-inga með 22 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Danero með 18 stig, Sveinbjörn með 13 stig og sá síðasti til að koma sér í þennan flokk var Sigurkarl Róbert Jóhannesson með 10 stig.

Ekki orð um þetta meir!

Tölfræði leiks
Myndasafn

Umfjöllun, viðtöl / Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Myndir / SBS

Viðtal við Ómar Örn Sævarsson:


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!