Fundur 1433

  • Bćjarráđ
  • 26. janúar 2017

1433. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 24. janúar 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1. 1610065 - Hádegismatur eldri borgara: Beiðni um niðurgreiðslur
Til fundarins voru mætt Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, Nökkvi Már Jónsson, og forstöðukona Miðgarðs, Stefanía S. Jónsdóttir og kynntu þau stöðu málsins.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerð verði tilraun til þriggja mánaða með því að bjóða eldri borgurum upp á niðurgreiddan heitan mat í hádeginu virka daga í Miðgarði.
Sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs og forstöðukonu Miðgarðs er falið að útbúa viðauka sem lagður verður fyrir næsta bæjarstjórnarfund.

2. 1611031 - VMST: Húsnæðisbætur
Til fundarins var mættur sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, Nökkvi Már Jónsson og kynnti hann málið.

Bæjarráð vísar reglum um sérstakan húsnæðisstuðning Grindavíkurbæjar til bæjarstjórnar.

3. 1701065 - Gallup: Þjónustukönnun 2016
Niðurstöður úr þjónustukönnun Gallup um þjónustu Grindavíkurbæjar lögð fram. Könnunin var framkvæmd í nóvember og desember 2016.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með að niðurstöður könnunarinnar 2016. Ljóst er að bæjarfélagið er að bæta sig á flestum sviðum.

4. 1701062 - Styrkbeiðni: Kóramót Eldeyjar, kórs eldri borgara á Suðurnesjum
Eldey, kór eldri borgara á Suðurnesjum, leitar eftir styrk vegna kóramóts sem haldið verður 27. maí n.k.

Bæjarráð samþykkir að veita kórnum styrk að fjárhæð 50.000 kr.

5. 1606003 - Tjaldsvæði: Smáhýsi
Drög að samningi um samstarf tjaldsvæðis og rekstaraðila smáhýsa við tjaldsvæðið lögð fram.

Bæjarráð vísar drögunum til umfjöllunar í umhverfis- og ferðamálanefnd.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 16. maí 2018

Fundur 484

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

Fundur 41

Bćjarráđ / 14. maí 2018

Fundur 1480

Frístunda- og menningarnefnd / 7. maí 2018

Fundur 73

Frćđslunefnd / 7. maí 2018

Fundur 75

Frćđslunefnd / 9. apríl 2018

Fundur 74

Bćjarráđ / 8. maí 2018

Fundur 1479

Bćjarráđ / 30. apríl 2018

Fundur 1478

Afgreiđslunefnd byggingamála / 26. apríl 2018

Fundur 26

Bćjarstjórn / 24. apríl 2018

Fundur 483

Bćjarráđ / 17. apríl 2018

Fundur 1477

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Bćjarráđ / 5. desember 2017

Fundur 1465

Öldungaráđ / 11. apríl 2018

Fundur 2

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. apríl 2018

Fundur 28

Bćjarráđ / 10. apríl 2018

Fundur 1476

Frístunda- og menningarnefnd / 4. apríl 2018

Fundur 72

Frístunda- og menningarnefnd / 7. mars 2018

Fundur 71

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. mars 2018

Fundur 27

Bćjarstjórn / 27. mars 2018

Fundur 482

Bćjarráđ / 20. mars 2018

Fundur 1475

Skipulagsnefnd / 19. mars 2018

Fundur 39

Öldungaráđ / 14. mars 2018

Fundur 1

Bćjarráđ / 13. mars 2018

Fundur 1474

Frćđslunefnd / 12. mars 2018

Fundur 73

Bćjarráđ / 6. mars 2018

Fundur 1473

Bćjarstjórn / 27. febrúar 2018

Fundur 481

Félagsmálanefnd / 15. febrúar 2018

Fundur 87

Félagsmálanefnd / 11. janúar 2018

Fundur 86