Angela Rodriguez nýr leikmađur Grindavíkur

  • Körfubolti
  • 12. janúar 2017

Grindvíkingar hafa samið við nýjan erlendan leikmann sem mun leysa Ashley Grimes af hólmi en Grimes snéri ekki aftur til Íslands eftir jólafrí. Arftaki hennar heitir Angela Rodrigues, 26 ára bakvörður af bandarískum og mexíkóskum ættum. Ekki er búið að ganga frá allri pappírsvinnu fyrir Angelu og því litlar líkur á að hún nái bikarleiknum gegn Keflavík um helgina, sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari í samtali við karfan.is, en Jóhann hleypur þessa dagana í skarðið sem þjálfari kvennaliðsins í veikindum Bjarna Magnússonar. 

Angela sem getur bæði leyst stöðu skotbakvarðar og liðstjórnanda lék háskólabolta í Bandaríkjunum með Milwaukee Panthers en hún var fyrirliði liðsins síðasta tímabilið sitt, 2013-2014, þar sem hún skoraði rúm 17 stig í leik og gaf tæplega 6 stoðsendingar. 

Hún hefur síðan leikið sem atvinnumaður í Evrópu, fyrst í Póllandi, þá í Þýskalandi og fyrir áramót í Rúmeníu. Hún hefur einnig leikið með landsliði Mexíkó.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir