Fundur 59

  • Frćđslunefnd
  • 6. desember 2016

59. fundur Fræðslunefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 5. desember 2016 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Þórunn Svava Róbertsdóttir formaður, Ómar Örn Sævarsson aðalmaður, Guðmundur Grétar Karlsson aðalmaður, Fríða Egilsdóttir leikskólastjóri, Halldóra Kristín Magnúsdóttir grunnskólastjóri, Sigurpáll Jóhannsson 2. varamaður, Magnús Andri Hjaltason 1. Varamaður, Bylgja Héðinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri og Ellert Sigurður Magnússon áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur.

Dagskrá:

1. 1612004 - Aukið samráð um skóladagatal í leik- og grunnskóla
Lögð fram tillaga fræðslunefndar um að haft verði formlegt samráð við foreldrafélög leik- og grunnskóla í vinnuferli við gerð skóladagatala ásamt þeim umsögnum sem bárust um tillöguna. Samkvæmt umsögnum eru aðilar sammála auknu samráði og settu fram mismunandi leiðir í því.
Fræðslunefnd felur skólaskrifstofu og skólastjórnendum að vinna skóladagatöl skólanna þannig að haft verði formlegt samstarf við fulltrúa foreldra strax við upphaf vinnslu á skóladagatölum skólanna.

2. 1601010 - Biðlistar í leikskólum og nemendafjöldi í skólum.
Lögð fram fjáhagsáætlun skólanna þar sem fram kemur að ekki er gert ráð fyrir fjármagni árið 2017 til að hefja undirbúning að stækkun Hópsskóla og/eða Króks. Gert er ráð fyrir lausum kennslustofum við Hópsskóla árið 2019. Skólastjórnendur grunn- og leikskóla leggja fram bókun þar sem þeir lýsa vonbrigðum sínum með niðurstöðu fjárhagsáætlunar næstu árin. Svo virðist sem framtíðarsýn starfshópsins hafi verið höfð að vettugi.

3. 1610007 - Skólastarf: ytra mat sveitarfélags á skólahaldi 2016-2017
Lögð fram skýrsla um úttekt á Grunnskólanum skv. áætlun fræðslunefndar. Matsþættir haustsins eru þrír sem tilheyra Stjórnun, þ.e. starfsáætlun og skólanámskrá, skóladagur nemenda og verklagsreglur og áætlanir. Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með stöðu skólans og óskar starfsmönnum skólans til hamingju með að vera komin eins langt á veg og raun ber vitni.

4. 1612005 - Grunnskóli: Stigskipting innan Grunnskóla og samstarf við félagsmiðstöð og bókasafn
Lagt fram bréf frá sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs þar sem lýst er áhuga á viðræðum um stigskiptingu innan grunnskólans. Ástæðan er áhrif stigskiptingar á starfsemi Þrumunnar og bókasafns. Halldóra skólastjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135