Vel heppnađ lestrarátak á Laut - mikil aukning í lestri

  • Fréttir
  • 3. nóvember 2016
Vel heppnađ lestrarátak á Laut - mikil aukning í lestri

Nú er lestarátaki haustins á leikskólanu Laut lokið. Formið á lestarátakinu var með öðrum hætti en áður. Foreldrar og nemendur fylltu út lestrarmiða sem síðan voru afhentir á heimastofu barnsins og í staðinn fengu börnin að velja fjársjóðssteina til að setja í fjársjóðskistuna hennar Línu Langsokks.

Við erum hreinlega í skýjunum yfir aukningunni frá því í vor en fjöldi blaðsíðna hefur tæplega tvöfaldast og sama á við fjölda bóka.

Blaðsíður í apríl = 16.834
Blaðsíður í október = 32.714

Fjöldi bóka í apríl = 686
Fjöldi bóka í október = 1362

Eins og sjá má á myndinni hér að ofan er Lína hæst ánægð að vera komin með fjársjóðinn sinn aftur í fjársjóðskisturnar sínar.


Deildu ţessari frétt