Vináttuverkefni Barnaheilla á Króki

  • Fréttir
  • 26. október 2016

Leikskólinn Krókur er nú þátttakandi í vináttuverkefni Barnaheilla, Fri for mobberi. Vináttuverkefnið er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla. Það byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og á ákveðinni hugmyndafræði og gildum. Gildin eru samofin öllu skólastarfinu og er verkefnið unnið bæði í leikskólanum og heima. Gildin eru:

1. Umburðarlyndi
Að viðurkenna og skilja mikilvægi og gildi fjölbreytileikans og að koma fram við alla aðra af virðingu.

2. Virðing
Að viðurkenna og taka tillit til allra barnanna í hópnum, að vera öllum góður félagi og að virða mismunandi hátterni annarra.

3. Umhyggja
Að sýna öllum börnum áhuga, samkennd, samlíðan og hjálpsemi. Að hafa skilning á stöðu annarra.

4. Hugrekki
Að þora að láta til sín heyra og geta sett sér mörk. Að vera hugrakkur og góður félagi sem bregst við óréttlæti.

Nokkrir starfsmenn leikskólans hafa farið á námskeið til að fá leyfi til að nota námsefnið sem fylgir verkefninu og var verkefnið kynnt á foreldrafundi leikskólans í september. Mánudaginn 24. október kom Blær bangsi í leikskólann. Blær er táknmynd vináttunnar í verkefninu. Blær kom siglandi með bátnum Áskeli GK 749 til Grindavíkur. Engilráð vinkona Blæs hafði sent bréf og boðið Blæ að koma til okkar. Börnin fengu að heyra nuddsögu um ferðalag Blæs og gáfu þau hverju öðru nudd á bakið á meðan sagan var lesin. Verkefninu fylgir taska með námsefni sem hægt er að nota á ýmsan hátt og er verkefnið hugsað sem sameiginlegt verkefni skólans og heimilanna.

Hægt er að lesa meira um verkefnið á heimasíðu Barnaheilla 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!