Útmeđ'a - Áhrifamikil frćđsluerindi

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 19. október 2016

Síðastliðinn þriðjudag bauð félagsmiðstöðin Þruman og unglingastig Grunnskóla Grindavíkur upp á fræðsluerindi frá Rauða krossi Íslands og Ingólfi Sigurðssyni sem er landsþekktur knattspyrnumaður sem hefur glímt við kvíðaröskun.

Hjálmar Karlsson, starfsmaður Rauða kross Íslands byrjaði fræðsluna og sagði unglingunum frá verkefninu Útmeð'a. En Geðhjálp og Hjálparsími Rauða krossins 1717 standa sameiginlega að því forvarnarverkefni. Markmið verkefnisins er að stuðla að bættri geðheilsu meðal almennings með því að hvetja fólk, með sérstakri áherslu á ungt fólk, til að tjá sig um andlega líðan sína og leita sér faglegrar aðstoðar þegar á þarf að halda. Verkefnið er brýnt, m.a. með hliðsjón af því að á bilinu 500 til 600 manns leita sér aðstoðar á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum á Íslandi vegna sjálfskaða í kjölfar vanlíðanar á hverju ári. Auk þess eru sjálfsvíg algengasta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi. 

Hjálmar sagði unglingunum einnig nánar frá hjálparsíma- og netspjalli Rauða krossins 1717, en árlega berast um 15 þúsund mál inn á borð 1717 sem eru jafn ólík og þau eru mörg. Hann hvatti þau til að nýta sér þá þjónustu ef þörf væri á henni. Hægt er að nýta sér hjálparsímann og netspjallið ef eitthvað liggur á manns hjarta, til að fá sálrænan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru í íslensku samfélagi. 

Á eftir Hjálmari ræddi Ingólfur Sigurðsson við hópinn. En Ingólfur var aðeins fimmtán ára þegar hann greindist með geðsjúkdóm, kvíðaröskun. Hann var þá á mála hjá hollenska félaginu sc Herrenveen en þurfti fljótlega að snúa aftur heim til Íslands vegna veikinda sinna. Hann reyndi í tvö önnur skipti við atvinnumennsku en það fór á sama veg. Ingólfur hélt veikindum sínum lengi vel leyndum en steig fram með sögu sína fyrir tveim árum. Ingólfur sagði unglingunum frá reynslu sinni, að greinast ungur með kvíðaröskun, hvaða áhrif það hafði á líf hans og hve miklu máli það skiptir að leita sér faglegrar aðstoðar ef maður glímir við andleg veikindi.

Unglingarnir í Grindavík voru áhugasamir og duglegir að spyrja spurninga. Við þökkum Hjálmari og Ingólfi kærlega fyrir heimsóknina. 

Nánari upplýsingar um forvarnarverkefnið Útmeð'a og Hjálparsíma Rauða krossins er hægt að finna inn á vefslóðunum www.utmeda.is og https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!