Fundur nr. 56

  • Frístunda- og menningarnefnd
  • 6. október 2016

56. fundur Frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 4. október 2016 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Atli Geir Júlíusson aðalmaður, Sigurður Enoksson aðalmaður, Þórunn Alda Gylfadóttir formaður, Ágústa Inga Sigurgeirsdóttir aðalmaður, Anita Björk Sveinsdóttir aðalmaður og Þorsteinn Gunnarsson embættismaður.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.

Dagskrá:

1. 1606072 - Fjárhagsáætlun 2017-2020: Grindavíkurbær og stofnanir
Drög að fjárhagsáætlun frístunda- og menningarsviðs fyrir árið 2017 lögð fram.

2. 1608053 - Heilsu- og forvarnarvika: 3.-9. okt. 2016
Dagskrá Heilsu- og forvarnarvikunnar 3.-9. október lögð fram.

3. 1609092 - Hestamannafélagið Brimfaxi: Uppbygging reiðvegakerfis
Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála.

4. 1609071 - Íþrótta- og afrekssjóður: Endurskoðun á reglugerð og vinnureglum
Í framhaldi af síðasta fundi samþykkir nefndin breytingar á 1. grein á reglugerð vinnureglum Íþrótta- og afrekssjóðs að upphæðir verði tvöfaldaðar í ljósi þess að vinnureglurnar hafa verið óbreytt síðan 2012. Þá voru samþykktar minniháttar breytingar á reglugerð Íþrótta- og afrekssjóðs.

5. 1609101 - Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur: Bókaútgáfa um Guðberg Bergsson
Í tilefni þess að Guðbergur Bergsson, heiðursborgari Grindavíkur, var sæmdur doktorsnafnbót í heiðursskyni við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda hinn 1. júní 2013, var efnt til málþings í Hátíðarsal Háskóla Íslands undir yfirskriftinni Heiman og heim. Á málþinginu var varpað ljósi á verk Guðbergs í alþjóðlegu og íslensku samhengi og þótti málþingið takast með eindæmum vel. Að Guðbergsþingi stóðu Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Íslenskudeild Mani-tobaháskóla, Grindavíkurbær, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Utanríkisráðuneytið, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, Forlagið, Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands, og Hugvísinda-stofnun Háskóla Íslands.
Oft hefur verið vísað til málþingsins og haft á orði, hve miklu máli það mundi skipta að efni erindanna yrði gefið út í bókarformi. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hefur hug á að bregðast við þeirri áskorun með því að ráðast í útgáfu á greinasafni á íslensku og ensku í ritstjórn Birnu Bjarnadóttur. Stofnunin leitar til Grindavíkurbæjar og helstu fyrirtækja bæjarins um fjárstuðning. Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar til gerðar fjárhagsáætlunar og bæjarráðs.

6. 1509109 - Sparkvellir: Gúmmíkurl
Í Grindavík eru tveir sparkvellir með úrgangsdekkjakurli sem læknar hafa varað við, annar völlurinn er frá árinu 2006 og hinn 2010. Grindavíkurbær ákvað við gerð fjárhagsáætlunar í fyrra að vera til fyrirmyndar og leyfa börnunum að njóta vafans og skipta gúmmíkurlinu út í ár, sem er í samræmi við beiðni stjórnar Heimilis og skóla og ályktun umboðsmanns barna og Læknafélags Íslands. Í sumar var skipt verður bæði um gervigras og gúmmíkurl á eldri vellinum. Á nýrri vellinum var dekkjakurlið ryksugað burt og gúmmí af viðurkenndri gerð sett í staðinn, þ.e. ljóst að lit og án efna sem teljast skaðleg heilsu eða mengandi. Er það í samræmi við samþykkt stjórnar KSÍ frá því í fyrrahaust.
Nefndin fagnar því að börnin í Grindavík hafi fengið að njóta vafans.

7. 1501142 - Forvarnarteymi: Fundargerðir
Fundargerðin lögð fram.

8. 1501114 - Fundargerðir Ungmennaráðs
Fundargerðin lögð fram.

9. 1602175 - Samsuð: Fundargerðir
Fundargerðin lögð fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45.

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135