EPTA ráđstefna í fyrsta sinn á Íslandi

  • Tónlistarskólinn
  • 26. september 2016

Europian piano teachers association eða Evrópusamband píanókennara (EPTA) hélt í fyrsta sinn ráðstefnu á Íslandi dagana 22. - 25. september. Árlega er haldin alþjóðleg ráðstefna EPTA og skiptast aðildarlöndin á að halda hana. Í þetta sinn var það Íslandsdeild EPTA sem stóð fyrir ráðstefnunni.

Á ráðstefnunni gefst unnendum píanótónlistar tækifæri til að koma saman, fræðast og hlýða á framúrskarandi listamenn leika heimspíanóbókmenntir. Fyrirlestrar voru haldnir á hálftíma fresti og komu fyrirlesarar alls staðar að en sem dæmi má nefna fólk frá Þýskalandi, Hollandi, Sviss, Bandaríkjunum, Englandi og Íslandi.

Renata Ivan, aðstoðarskólastjóri og píanókennari, var fulltrúi tónlistarskólans í Grindavík. Hún telur að þegar uppi er staðið muni þessi ráðstefna skila sér til nemenda í kennslu. Hún var ánægjuleg, spennandi og ekki síst fróðleg. Ráðstefnan var haldin í Hörpu og var mjög vel sótt.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir