Túnfiski landađ í Grindavík

  • Fréttir
  • 11. ágúst 2016

Skipverjarnir á Jóhönnu Gísladóttur lönduðu 11 túnfiskum í Grindavíkurhöfn núna á þriðjudaginn, en þetta er þriðja sumarið í röð sem Jóhanna heldur til túnfiskveiða. Fiskurinn var strax gerður klár til útflutnings en hann fer með flugi til Japans beint á markað. Kvótinn.is tók Ólaf Óskarsson skipstjóra tali:

„Það má kannski segja að þetta hafi sloppið fyrir horn hjá okkur. Þetta byrjaði ansi rólega hjá okkur. Við fengum einn fisk á fyrstu lögnina. Þá keyrðum við lengst suðaustur eftir en þaðan urðum við að flýja undan veðri og gerðum lítið í einn og hálfan sólarhring. Við lónuðum svo nær landi og enduðum um 30 til 40 mílur suður af Skarðsfjörunni. Þar fengum við fjóra fiska og síðan sex fiska í nótt. Það var því aðeins farið að birta yfir þessu í restina enda komnir í skárri skilyrði. Það er aðallega veðrið sem hefur var að trufla okkur allan túrinn."

Þetta sagði Ólafur Óskarsson, skipstjóri á Jóhönnu Gísladóttur í samtali við kvotinn.is í gær, en hann landaði þá 11 túnfiskum eftir fyrstu veiðiferð þessarar vertíðar. Það voru síðan snör handtök á bryggjunni, fiskinum landað og hann gerður klár til útflutnings og er nú í morgun þegar lagður af stað flugleiðis til Japan á markað þar.

„Það er svo erfitt að eiga við þetta ef það er einhver hreyfing og vindur. Skilyrðin voru hins vegar ágæt í nótt og þá fórum við að fá afla, settum í sjö en misstum einn og náðum sex. Þetta eru því ellefu fiskar eftir þrjár lagnir. Það er alveg þokkalegt miðað við hve illa við byrjuðum. Síðasta lögnin var góð og menn eru bara nokkuð sáttir við að ná sex fiskum í lögn."

Ólafur segir að þetta séu fínir fiskar, sumir feitir og fínir en aðrir ekki eins vel haldnir. Þetta hafi allt verið yfir tveggja metra fiskar og sá lengsti um 240 sentímetrar. Fínir fiskar. Þeir eru að leggja 2.000 króka í lögn og er línan 34 til 35 mílur á lengd. „Þetta er allt öðru vísi fiskiskapur en hefðbundnar línuveiðar og gaman að reyna eitthvað nýtt. Það er töluverð vinna við þetta eins og við taumana og útheimtir töluverðan mannskap bæði við að leggja og draga. Línan er handbeitt um borð, og taumunum smellt á línuna bara um leið og hún fer aftur af og því er þetta mikið frábrugðið því sem maður er vanur."

Það tekur upp undir sex tíma að leggja línuna, en hún er lögð á fimm til sex mílna hraða. „Strákarnir eru svo ótrúlega fljóti að ná þessu inn aftur. Við höfum bara verið í níu til tíu tíma að draga, fer svolítið eftir því hve margir fiskar eru á. Það tekur dálítinn tíma að þreyta þá, en þá erum við stopp og á reki á meðan. Strákarnir eru orðnir svakalega flinkir við þetta enda er þetta æfing og þeir eru nú á Þriðja árinu á þessu. Við voru tæpa tíu tíma að draga í nótt með þessa sex fiska og það er mjög góður gangur," sagði Ólafur Óskarsson.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir