Jazztónleikar á Bryggjunni í kvöld

  • Menningarfréttir
  • 10. ágúst 2016

Í kvöld, miðvikudaginn 10. ágúst, verða jazztónleikar á Bryggjunni þar sem fram koma Anna Gréta Sigurðardóttir og Håkan Broström ásamt hljómsveit. Þau leika frumsamda tónlist eftir Önnu og Håkan en Anna leikur á píanó og Håkan á saxófón. Með þeim leika einnig Sebastian Ågren á trommur og Eirik Lund á kontrabassa. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Um Önna Grétu og Håkan Broström af heimasíðu Jazzhátíðar Reykjavíkur:

„Anna Gréta og Håkan kynntust fyrir ári síðan og hafa síðan þá spilað saman í mörgum mismunandi verkefnum, meðal annars með stórsveitunum Norrbotten big band, New Places Orchestra og ýmsum kvartettum.

Nú í fyrsta sinn spila þau í sameiginlegu verkefni og leika með sænsku tríói Önnu Grétu sem samanstendur af auk hennar Eirik Lund á kontrabassa og Sebastian Ågren á trommur. Anna Gréta flutti til Stokkhólms fyrir rætt tæpum tveimur árum til að stunda nám við Konunglega tónlistarháskólann þar í borg og hefur síðan þá verið virk í sænsku senunni og komið fram á öllum helstu jazzklúbbum Svíþjóðar. Anna Gréta var valin bjartasta vonin í jazz- og blús flokki á íslensku tónlistarverðlununum árið 2015 og kemur reglulega fram á Íslandi. Håkan Broström hefur um árabil verið einn af fremstu saxófónleikurum Svíþjóðar og komið fram með heimsþekktum jazztónlistarmönnum á borð við Joey Calderazzo og Jeff Tain Watts.“

Tóndæmi:

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun