Stelpurnar fóru létt međ botnliđiđ

  • Fréttir
  • 15. júlí 2016

Grindavíkurstelpur áttu ekki í nokkrum vandræðum með botnlið Gróttu þegar liðin mættust í B-riðli 1. deildar kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi á Seltjarnarnesi. Grindavík vann 7-0 og trónir sem fyrr á toppi riðilsins.

Fyrsta mark Grindavíkur var sjálfsmark mótherjanna en Helga Guðrún Kristinsdóttir skoraði tvö mörk og þær Anna Þórunn Guðmundsdóttir, Sara Hrund Helgadóttir, Marjani Hing-Klover og Ísabel Jasmín Almarsdóttir sitt markið hver.

Staðan efstu liða í B-riðli:
Grindavík 19 stig
Haukar 18 stig
Augnablik 14 stig
Keflavík 10 stig

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir