200 hjólareiđakappar skelltu sér í sund í Grindavík ađ lokinni Bláa Lóns ţraut

  • Íţróttafréttir
  • 13. júní 2016

Bláa Lóns þrautin fór fram á laugardaginn en metþátttaka var í keppninni í ár sem var sú lang stærsta frá upphafi. Yfir 1.000 hjólakappar hjóluðu í gegnum Grindavík og um 200 þeirra skelltu sér svo í sund í Grindavík að keppni lokinni. Að öllum líkindum er þetta stærsti íþróttaviðburður sem haldinn hefur verið í Grindavík, og gaman að fylgjast með keppninni vaxa og dafna.

Fjallað var um keppnina á heimasíðu Hjólareiðafélags Reykjavíkur:

„Metþátttaka var í Blue Lagoon Challenge sem fór fram í gær. Yfir þúsund manns tóku þátt og var stemning og umgjörð mótsins með besta móti. Allir fremstu hjólreiðamenn landsins voru með í keppninni auk þess sem margir sterkir erlendir hjólreiðamenn voru með að þessu sinni. Sigurvegari í karlaflokki annað árið í röð var daninn Sören Nissen. Annar varð Louis Wolf en Ingvar Ómarsson varð fyrstur Íslendinga og náði þriðja sæti. Tífalldur siguvegari í keppninni, Hafsteinn Ægir Geirsson, var svo óheppinn að sprengja dekk á Djúpavatnsleið og missti því af hópnum en hann hefur verið í feyknagóðu formi undanfarið.

Í kvennaflokki sigraði Erla Sigurlaug Sigurðardóttir á frábærum tíma 1.58. Ágústa Edda Björnsdóttir varð önnur og Björk Krisjánsdóttir þriðja. Allar keppa þær fyrir Tind. En það eru ekki bara fremstu menn sem berjast heldur eru allir þátttakendur í harðri keppendur við sjálfan sig og aðra í kringum sig.

Aðstæður í brautinni í gær voru góðar og veðrið var einnig gott. Nokkuð þéttur mótvindur var fyrstu 15 kílómetrana upp Krýsuvík sem þýddi að mjög stór hópur kom saman þangað upp. En stuttu áður en komið var inn á Djúpavatnsleið byrjuðu fremstu menn að slíta sig frá hópnum. Eftir það byrjaði keppnin að slitna meira í sundur.

Sérstaklega mikil áhersla var lögð á öryggisgæslu í keppninni og var framkvæmd mótsins öll til fyrirmyndar.“

Óstaðfest úrslit

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál