Hafţór Júlíus Björnsson er sterkasti mađur á Íslandi

  • Sjóarinn síkáti
  • 10. júní 2016

Keppnin um titilinn „Sterkasti maður á Íslandi“ fór fram í Grindavík síðastliðna helgi en þessi keppni er að festa sig í sessi sem skemmtileg viðbót við hátíðardagskrá Sjóarans síkáta. Fyrstu greinarnar báða dagana fóru fram við hátíðarsviðið en svo hélt keppnin áfram á bryggjunni og voru fjölmargir áhorfendur að fylgjast með aflraunaköppunum. Metþátttaka var í ár en alls voru 18 keppendur skráðir til leiks.

Svo fór að lokum að Hafþór Júlíus Björnsson, einnig þekktur sem „Fjallið“, fór með sigur af hólmi og tryggði sér titilinn „Sterkasti maður Íslands“ og jafnframt þátttökurétt í keppninni um sterkasta mann heims. Er þetta sjötta árið í röð sem Hafþór tryggir sér þessa nafnbót, sem er einsdæmi í Íslandssögunni. Þess má til gamans geta að Hafþór tryggði sér þennan eftirsótta titil í fyrsta skipti einmitt í Grindavík árið 2010.

Rúv var með tökulið á staðnum og verður sérstakur þáttur um mótið á dagskrá á morgun, laugardaginn 11. júní, kl. 18:25.

Úrslitin í heild sinni:

1 Hafþór Júlíus Björnsson 142,5
2 Ari Gunnarsson 127
3 Stefan Sölvi Pétursson 122
4 Fannar Smári Vilhjálmsson 103,5
5 Sigfús Fossdal 101,5
6 Úlfur Orri Pétursson 86,5
7 John Russel Hutton 81
8-9 Stefán Michaelsen 79,5
8-9 Jón Þór Ásgrímsson 79,5
10 Eyþór Ingólfsson Melsted 77,5
11 Páll Logason 69,5
12 Valgeir Gauti Árnason 60
13 Daníel Gerena 55
14 Kristján Sindri Níelsson 49
15 Birgir Guðnason 40
16 Óskar P Hafstein 38
17 Andre Bachman 29,5
18 Árni Bergmann 25,5

Nokkrar myndir frá mótinu. Fleiri myndir má sjá á Facebook-síðunnni „Kjóarnir“


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál