Úrslit úr Götuhlaupi Sjóarans síkáta og Ullmax 2016

  • Sjóarinn síkáti
  • 9. júní 2016

Götuhlaup Sjóarans síkáta er að festa sig í sessi sem árlegur viðburður hér í Grindavík en í ár var Ullmax á Íslandi sérstakur bakhjarl hlaupsins og efstu hlauparar í öllum flokkum fengu glæsilega vinninga frá Ullmax. Þá studdi Ölgerð Egils Skallagrímssonar einnig vel við hlaupið og sá öllum hlaupurum fyrir svalandi drykkjum að hlaupi loknu. 

Fyrstur í mark af öllum var Þórólfur Ingi Þórsson á nýju brautarmeti, 16 mínútum og 40 sekúndum. Næstur kom Gunnar Jóhannesson og þriðji var Grétar Valur Schmidt. Í flokki kvenna 18 ára og eldri sigraði alþjóðlegi keppandinn okkar, Geraldine Clemes, önnur var María Jóhannesdóttir og þriðja Hildigunnur Árnadóttir. Í flokki drengja var Dagbjartur Kristjánsson fyrstur og jafnframt með næst besta tíma allra, 19 mínútur og 39 sekúndur. Næstur kom Sindri Snær Sölvason og þriðju var Tómas Orri Agnarsson. Í flokki stúlkna sigraði Jenný Geirdal.

Við óskum þeim kærlega til hamingju með árangurinn og þökkum öllum hlaupurunum fyrir þátttökuna. Vonandi sjáum við svo enn fleiri á næsta ári.

Úrslitin í heild sinni á hlaup.is

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!