Nýr ţjónustusamningur björgunarsveitarinnar Ţorbjarnar og Grindavíkurbćjar undirritađur á Sjóaranum Síkáta

  • Fréttir
  • 6. júní 2016

Það var vel við hæfi að nýr og glæsilegur þjónustusamningur Grindavíkurbæjar við björgunarsveitina Þorbjörn væri undirritaður á opnunarkvöldi Sjóarans síkáta síðastliðið föstudagskvöld. Samningurinn er einkar veglegur og tryggir björgunarsveitinni rúmar 20 milljónir á samningstímanum. Undanfarin ár hefur björgunarsveitin komið með virkum og miklum hætti að undirbúningi Sjóarans síkáta og á því var engin undantekning í ár.

Þá er sveitin auðvitað einnig ómissandi öryggisþáttur í starfi sjómanna, en á sjómannadaginn fékk sveitin nýjan slöngubát afhentan frá Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur.

Samningurinn er mjög viðamikill og er raunar ekki eingöngu við björgunarsveitina heldur einnig slysavarnardeildina Þórkötlu og unglingadeildina Hafbjörgu. Það var Róbert Ragnarsson bæjarstjóri sem undirritaði samninginn fyrir hönd Grindavíkurbæjar, en þau Harpa Hauksdóttir, formaður Þórkötlu, Otti Sigmarsson umsjónarmaður unglingadeildarinnar Hafbjargar og Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, skrifuðu undir samninginn fyrir hönd sinna deilda.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!