Fundur 463

  • Bćjarstjórn
  • 2. júní 2016

463. fundur Bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í Gjánni, fundarsal í nýju íþróttamannvirki, þriðjudaginn 31. maí 2016 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson forseti, Guðmundur L. Pálsson Bæjarfulltrúi, Kristín María Birgisdóttir 1. varaforseti, Marta Sigurðardóttir 2. varaforseti, Jóna Rut Jónsdóttir Bæjarfulltrúi, Ásrún Helga Kristinsdóttir Bæjarfulltrúi, Hjörtur Waltersson varamaður, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri.

Í upphafi fundar óskaði forseti eftir því að bæta máli á dagskrá með afbrigðum.

Ársuppgjör 2015: Grindavíkurbær og stofnanir - 1602062

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. 1505084 - Kjör forseta bæjarstjórnar og 1. og 2. varaforseta
Til máls tók: Hjálmar

Forseti leggur til að Kristín María Birgisdóttir verði kjörin forseti bæjarstjórnar næsta árið.

Samþykkt samhljóða.

Forseti leggur til að eftirfarandi verði kjörnir 1. og 2. varaforseti bæjarstjórnar.

1. varaforseti. Hjálmar Hallgrímsson.

2. varaforseti. Marta Sigurðardóttir.

Samþykkt samhljóða.

2. 1505085 - Heimild til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar
Til máls tóku:

Með vísan til 8. gr. Samþykkta um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar leggur forseti til að fundir bæjarstjórnar verði felldir niður í júní og júlí í sumarleyfi bæjarstjórnar.

Jafnframt að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála, nema þar sem lög kveða á um annað í samræmi við 5. mgr. 32. gr. sömu samþykkta.

Samþykkt samhljóða

3. 1505086 - Kjör bæjarráðs: samkvæmt A lið 47.gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar
Forseti leggur til að eftirfarandi verði kjörnir í bæjarráð næsta árið.

Hjálmar Hallgrímsson D-lista, formaður

Kristín María Birgisdóttir G-lista

Ásrún Kristinsdóttir B-lista

Áheyrnarfulltrúi S-lista með málfrelsi og tillögurrétt verði Marta Sigurðardóttir og fær hún greitt fyrir sem almennur bæjarráðsmaður.

Varamenn taka sæti í þeirri röð sem þeir eru kosnir þegar aðalmenn og áheyrnarfulltrúar forfallast.

Samþykkt samhljóða.

4. 1605021 - Deiliskipulag íþróttasvæðis: Breyting
Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti málið.

Til máls tók: Kristín María,


Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis í Grindavík skv. 2. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 213/2010. Forsenda breytingar á deiliskipulaginu snýr að byggingarreit A þar sem gert er ráð fyrir mannvirkjum sem hýsa íþrótta- og sundlaugastarfsemi. Breytingin gerir ráð fyrir auknu byggingarmagni innan byggingarreitsins og að reiturinn verði stækkaður til norðurs.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að sviðsstjóra verði falin breytingin til fullnaðarafgreiðslu skv. skipulagslögum nr. 123/2010, með fyrirvara um samþykki nágranna við Stamhólsveg 2.

Samþykkt samhljóða.

5. 1605043 - Norðurljósavegur 1: breyting á deiliskipulagi.
Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti málið.

Til máls tóku: Kristín María, Guðmundur og Ásrún.

Gerð er tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Svartsengi, uppdrætti og greinargerð. Breyting er í samræmi við Aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2010-2030, þar sem svæðið er skilgreint sem
verslunar- og þjónustusvæði. Breytingin felur í sér að byggingarreitur við Norðurljósaveg 1 er stækkaður til norðurs og suðurs. Byggingarreitur stækkar úr 4.000 m2 í 8.700 m2. Einnig er götuheiti á skipulagsuppdrætti breytt í Norðurljósaveg 1 úr Grindavíkurbraut 1.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagið verði samþykkt og grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Orkubraut 2 og 3 og Norðurljósaveg 1 skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með fyrir um samþykki lóðareigenda.

Samþykkt samhljóða.

6. 1605062 - Umsókn um byggingarleyfi: Austurvegur 5
Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti málið.

Til máls tóku: Kristín María, Ásrún, Hjálmar og Hjörtur.

Erindi frá Grindavíkurbæ. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir viðbygginu við Austurveg 5. Í viðbyggingunni eru fyrirhugaðar 6 íbúðir. Erindinu fylgja teikningar unnar af tækniþjónustu SÁ.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt með fyrirvara um staðfestingu á deiliskipulagi í b-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða.

7. 1605068 - Umsókn um byggingarleyfi: Fiskeldi á Stað.
Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti málið.

Til máls tók: Kristín María

Íslandsbleikja óskar eftir byggingarleyfi fyrir 8 eldiskerjum hvert um 2.400 rúmmetrar. Erindinu fylgja teikningar unnar af AVH dagsettar 27.04.2016. Hönnuður er Fanney Hauksdóttir. 
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði samþykkt með fyrirvara um staðfest deiliskipulag. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

8. 1604067 - Umsókn um byggingarleyfi: Fiskeli á i5 frh.
Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti málið.

Til máls tók: Kristín María

Matorka ehf. óskar eftir breytingu á gildandi byggingarleyfi. Um er að ræða nýja staðsetningu innan sömu lóðar fyrir 4 kerjalínum, fóðursílóum og fráveitu. Erindinu fylgja teikningar unnar af Tækniþjónustu SÁ ehf. dagsettar 25.4.2016.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn.

Samþykkt samhljóða.

9. 1601031 - Umsókn um framkvæmdaleyfi: Loftnet við dreifistöðvar
Til máls tók: Kristín María

Framhald frá fundi 460, þar sem ákveðið var að fresta afgreiðslu fram yfir kynningu HS veitna á verkefninu. Sú kynning fór fram 17. mars og hafa engar athugasemdir borist.

Samþykkt samhljóða.

10. 1602035 - Búsetumál eldri borgara í Grindavík: uppbygging við Víðihlíð
Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs kynnti málið.

Til máls tóku: Kristín María, Hjálmar, Guðmundur, Ásrún, Marta, Róbert og Jóna Rut.

Tillaga að breytingum á reglum um úthlutun íbúða í Víðihlíð lögð fram, ásamt frumvarpi til laga um almennar leiguíbúðir.

Málinu er vísað til frekari vinnslu í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Forseti leggur til að reglunum verði vísað til frekari umræðu í bæjarráði og verði teknar til síðari umræðu þegar frumvarpið hefur verið afgreitt á Alþingi.

11. 1605085 - Íþróttamiðstöð: aukin sumaropnun um helgar
Til máls tóku: Kristín María, Hjörtur, Hjálmar, Guðmundur og Marta.

Forseti leggur til að gerð verði tilraun með aukinn opnunartíma í sundlaug í júní og júlí, þannig að opnunartími verði aukinn um allt að fjórar klukkustundir laugardag og sunnudag í júní og júlí. Áætlaður kostnaður er um 550 þús á mánuði, eða um 1.100 þús fyrir tvo mánuði.

Samþykkt samhljóða.

Frístunda- og menningarnefnd er falin nánari útfærsla.

Bæjarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 að fjárhæð 1.100.000 kr. sem kemur til lækkunar á handbæru fé.

12. 1605072 - Félagsmálanefnd: breyting á varafulltrúa G-lista
Til máls tók: Kristín María

G- listi gerir breytingu á varafulltrúa sínum í félagsmálanefnd. Aníta Björk Sveinsdóttir verður varamaður í stað Þóris Sigfússonar.

Samþykkt samhljóða.

13. 1605079 - Hafnarstjórn: D-listi gerir breytingu á fulltrúa
Til máls tók: Kristín María

D-listi gerir breytingu á fulltrúa sínum í Hafnarstjórn. Gunnar Harðarson verður aðalmaður í stað Öldu Gylfadóttur. Til vara verður Hallfreður Bjarnason.

Samþykkt samhljóða.

14. 1605063 - Íþróttamiðstöð: Sauna
Til máls tóku: Kristín María, Hjálmar og Ásrún.

Bæjarráð hefur samþykkt tillögu um kaup á sauna við sundlaugina og leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2016 að fjárhæð 1.000.000. kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

Samþykkt samhljóða.

15. 1511110 - Knattspyrnudeild UMFG: beiðni um framlengingu samnings um verktöku við umsjón mannvirkja
Til máls tóku: Kristín María og Marta.

Samningurinn var samþykktur á 462. fundi bæjarstjórnar 26. apríl 2016. Þar misfórst hinsvegar að gera viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016, samtals 3.240.000 kr.

Fulltrúar D og G-lista í bæjarráði leggja til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2016 að fjárhæð 3.240.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé. Fulltrúi B-lista sat hjá.

Forseti leggur til að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2016 að fjárhæð 3.240.000 kr. sem komi til lækkunar á eigin fé.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Ásrún fulltrúi B-lista situr hjá og Marta fulltrúi S-lista er á móti.

16. 1604020 - Þjónustumiðstöð: sláttur opinna svæða
Til máls tóku: Kristín María og Guðmundur.

Undirritaður verksamningur lagður fram til staðfestingar, ásamt tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 að fjárhæð 2 milljónir kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

Bæjarstjórn staðfestir samninginn samhljóða og samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 að fjárhæð 2.000.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

17. 1603026 - Knattspyrnufélagið GG: Beiðni um styrk
Til máls tók: Kristín María

Undirritaður samningur lagður fram til staðfestingar, ásamt tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 að fjárhæð 200.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

Bæjarstjórn staðfestir samninginn og samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 að fjárhæð 200.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

18. 1602062 - Ársuppgjör 2015: Grindavíkurbær og stofnanir
Til máls tók: Kristín María, Guðmundur, Ásrún og Róbert.

Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana hans fyrir árið 2015 tekin til síðari umræðu. Vísað er til yfirferðar endurskoðenda við fyrri umræðu þann 26. apríl síðastliðinn. Engar breytingar hafa orðið á ársreikningnum frá fyrri umræðu.

Bæjarstjórn staðfestir ársreikninginn með undirritun sinni og felur sviðsstjóra að senda til innanríkisráðuneytisins.

19. 1604010F - Frístunda- og menningarnefnd - 53
Til máls tóku: Kristín María, Ásrún og Jóna Rut.

Fundargerðin er lögð fram.

20. 1603068 - Fundargerðir: Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2016
Til máls tók: Kristín María.

Fundargerð 256. fundar er lögð fram.

21. 1603016 - Fundargerðir: Samband íslenskra sveitarfélaga 2016
Til máls tók: Kristín María.

Fundargerð 838. fundar er lögð fram.

22. 1602002 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2016
Til máls tóku: Kristín María

Fundargerð 703. fundar er lögð fram.

23. 1601073 - Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2016
Til máls tóku: Kristín María og Jóna Rut.

Fundargerð 469. fundar er lögð fram.

24. 1510040 - Fundargerðir: Þekkingarsetur Suðurnesja
Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut og Guðmundur.

Fundargerð 18. fundar og 4. ársfundar er lögð fram.

25. 1605001F - Bæjarráð Grindavíkur - 1408
Til máls tóku: Allir.

Fundargerðin er lögð fram.

26. 1605005F - Bæjarráð Grindavíkur - 1409
Til máls tóku: Allir.

Fundargerðin er lögð fram.

27. 1605011F - Bæjarráð Grindavíkur - 1410
Til máls tóku: Allir.

Fundargerðin er lögð fram.

28. 1605009F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 14
Til máls tóku: Allir.

Fundargerðin er lögð fram.

29. 1605008F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 443
Til máls tóku: Allir.

Fundargerðin er lögð fram.

30. 1605004F - Skipulagsnefnd - 18
Til máls tóku: Allir.

Fundargerðin er lögð fram.

31. 1605003F - Fræðslunefnd - 53
Til máls tóku: Allir.

Fundargerðin er lögð fram.

32. 1604014F - Fræðslunefnd - 52
Til máls tóku: Allir.

Fundargerðin er lögð fram.

33. 1604012F - Félagsmálanefnd - 66
Til máls tóku: Allir.

Fundargerðin er lögð fram.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:10.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135