Skráning á Bacalao-mótiđ í fullum gangi

  • Sjóarinn síkáti
  • 25. maí 2016

Sjötta árið í röð verður Bacalao-stórmótið í knattspyrnu haldið fyrir fyrrverandi leikmenn 30 ára og eldri, þjálfara, stjórnarmenn og aðra vellunnara knattspyrnudeildar Grindavíkur í tengslum við Sjóarann Síkáta. Mótið verður haldið laugardaginn 4. júní og stendur frá kl. 15:00-17:00 á Grindavíkurvelli.

Í framhaldinu verður einkasamkvæmi með skemmtun frá kl. 20:00 að Seljabót 7. Húsið opnar kl. 19:00.

Dagskrá kvöldsins er sem hér segir:

Hin víðfræga saltfiskveisla mun verða á sínum stað í öruggum höndum Bíbbans sem hefur sérhæft sig í eldun á "a la bacalao" saltfiskréttum.

Landsfrægir söngvarar mæta í karokee.

Halldór Gunnar Pálsson stjórnandi Fjallabræðra mætir og skemmtir ásamt Sverri Bergmann.

Verðlaunaafhending og mannamál að hætti hússins þar sem söngur og gleði ræður ríkjum.

Aldurstakmark: 30 ára og eldri

Innifalið í mótsgjaldi sem er 8.000 kr:

Glæsileg keppnistreyja mun nýtast vel, vallargjöld, ómæld gleði að hlaupa inn á Grindavíkurvöll í fullum herklæðum, Lýsi og liðamín, saltfiskveisla og skemmtun.

Þeir sem taka maka með sér í veisluna greiða kr. 3.000. - aukalega.

Skráningarfrestur er til 29. maí og er hægt að skrá sig á mótið með því að smella HÉR.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!