Atvinna - Starfsmađur í ţjónustumiđstöđ - bílstjóri

  • Fréttir
  • 20. maí 2016

Grindavíkurbær óskar eftir að ráða starfsmann í þjónustumiðstöð bæjarins. Leitað er að metnaðarfullum og traustum einstaklingi, sem hefur áhuga á fjölbreyttum verkefnum. 

Verksvið og ábyrgð
• Akstur þjónustubifreiðar.
• Minniháttar viðhald á bílum t.d. þrif o.fl.
• Bakvaktir skv. bakvaktarkerfi þjónustumiðstöðvar.
• Öll tilfallandi störf í þjónustumiðstöð, m.a. snjómokstur o.fl.

Hæfniskröfur
• Bílpróf og vinnuvélaréttindi (flokkur D1 eða hærri).
• Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Góð almenn tölvukunnátta.
• Rík þjónustulund við íbúa bæjarins.
• Lipurð í mannlegum samskipum.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja.
Umsóknareyðublöð fyrir störfin má nálgast á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Senda skal umsóknir til Sigmars B. Árnasonar, byggingafulltrúa, á bygg@grindavik.is Einnig er hægt að skila umsóknum í afgreiðslu bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62, eða senda á póstfangið:

Grindavíkurbær
„Starfsmaður í þjónustumiðstöð" - bílstjóri
Víkurbraut 62
240 Grindavík

Umsóknarfrestur er til og með 20. júní nk. Nánari upplýsingar veitir byggingafulltrúi í síma 420 1109.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir