Fundur nr. 53

  • Frístunda- og menningarnefnd
  • 4. maí 2016

53. fundur Frístunda- og menningarnefndar haldinn í Gjánni, þriðjudaginn 3. maí 2016 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Sigurður Enoksson aðalmaður, Þórunn Alda Gylfadóttir aðalmaður, Ágústa Inga Sigurgeirsdóttir aðalmaður, Rúnar Sigurjónsson fulltrúi UMFG og Þorsteinn Gunnarsson embættismaður.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.

 

Dagskrá:

1. 1604069 - UMFG: Ársskýrsla 2015
Stjórn UMFG mætti á fundinn og fór yfir ársskýrslu og ársreikninga fyrir árið 2015. Einnig var farið yfir starfsemi UMFG, iðkendatölur o.fl.

2. 1601013 - Frístunda- og menningarsvið: Eftirfylgni samninga 2015
UMFG, Golfklúbbur Grindavíkur og Hestamannafélagið Brimfaxi hafa lokið við gerð siðareglna fyrir félög sín samkvæmt samstarfssamningi þeirra við Grindavíkurbæ. Siðareglur UMFG voru samþykktar á aðalfundi félagsins, siðareglur GG voru samþykktar af stjórninni og siðareglur Brimfaxa eru tilbúnar en eiga eftir að fara fyrir félagsfund. Nefndin lýsir yfir ánægjunni sinni með hvernig til tókst.

3. 1604063 - Bókasafn: Stefnumótun og framtíðarsýn
Nefndin samþykkir tillögu sviðsstjóra að farið verði í stefnumótun fyrir starfsemi bókasafnsins sem byggir á því góða starfi sem þar er unnið í dag. Settur verði á laggirnar stýrihópur sem heldur utan um vinnuna. Samþykkt að formaður frístunda- og menningarnefndar, Þórunn Alda Gylfadóttir, verði fulltrúi nefndarinnar í stýrihópnum. Einnig verði þar fulltrúar frá grunnskólanum, almenningi, Félagi eldri borgara, leikskóla og ungmennaráði. Sviðsstjóra falið að halda utan um stefnumótunina sem unnin verður næsta árið.

4. 1601030 - Frístundaleiðbeinandi/Þruman: Mat
Árið 2013 var ákveðið að færa félagsmiðstöðina Þrumuna úr Kvennó yfir í Grunnskóla Grindavíkur og ráðinn var einn aðili, frístundaleiðbeinandi, til að sjá um félagsstarf barna- og ungmenna í Grindavík. Markmiðið með þessum aðgerðum var að gera félagsstarfið markvissara og efla tengslin á milli grunnskólans og félagsmiðstöðvarinnar börnum og ungmennum í Grindavík til heilla. Þessi hugmynd var studd af ungmennaráði Grindavíkur.
Frístundaleiðbeinandi hefur nú starfað á þriðja vetur og þetta er annar veturinn þar sem félagsmiðstöðin Þruman er starfrækt í húsnæði Grunnskóla Grindavíkur við Ásabraut. Stefnt var að því að meta hvernig til hefði tekist með hvort tveggja eftir 1-2 ár. Í janúar s.l. var óskað var eftir greinargerð frá helstu hagsmunaaðilum, auk þess gerði Eva Björg Sigurðardóttir nemi í tómstunda- og félagsmálafræði könnun á meðal nemenda og starfsfólks.
Margar góðar ábendingar bárust í greinargerðunum. Heildar niðurstaðan er í þá veru að markmiðið hefur náðst, þ.e. að gera félagsstarfið markvissara og efla tengslin á milli grunnskólans og félagsmiðstöðvarinnar. Almenn ánægja ríkir með staðsetningu Þrumunnar í skólanum og starf frístundaleiðbeinanda á meðal nemenda og flestra annarra hagsmunaaðila, sérstaklega á skólatíma. Lagfæra þarf skipulagsleg atriði er varða samstarf grunnskólans og félagsmiðstöðvarinnar og skoða sérstaklega kvölddagskrána og starfslýsingu frístundaleiðbeinanda. Samþykkt að skýrslan verði kynnt hagsmunaaðilum og unnið út frá þeim ábendingum sem fram komu.

5. 1601028 - Sjóarinn síkáti: Verkefnisáætlun 2016
Sviðsstjóri fór yfir undirbúning á Sjóaranum síkáta í sumar.

6. 1601063 - Hátíðarhöld: 17. júní 2016
Sviðsstjóri fór yfir dagskrá 17. júní hátíðarhaldanna í sumar.

7. 1604078 - Minja- og sögufélag Grindavíkur: Ársskýrsla 2015

Ársskýrslan lögð fram.

8. 1603095 - Leikjanámskeið 2016: Verkefnisáætlun
Sviðsstjóri fór yfir skráningar og skipulag leikjanámskeiðsins í sumar í ljósi breytinga sem samþykktar voru á síðasta fundi.

9. 1604070 - Sumarbæklingur 2016: Frístundastarf
Sumarbæklingur verður gefinn út í maí með dagskrá námskeiða fyrir börn og ungmenna. Allir þeir sem standa fyrir námskeiðum eru hvattir til að senda inn upplýsingar til sviðsstjóra í síðasta lagi 10. maí n.k. Ljóst er að aukið úrval verður á sumarnámskeiðum.

10. 1604061 - Ungmennaráð: Áherslur 2016
Farið yfir áherslunar og kynningu ungmennaráðs á síðasta bæjarstjórnarfundi.

11. 1501142 - Forvarnarteymi: Fundargerðir
Fundargerðin lögð fram.

12. 1602175 - Samsuð: Fundargerðir

Fundargerðin lögð fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135