Jón Axel í víking í haust - fetar í fótspor Steph Curry
Jón Axel í víking í haust - fetar í fótspor Steph Curry

Karfan.is greindi frá þeim stórtíðindum í morgun að Jón Axel Guðmundsson, sem hefur verið einn af máttarstólpum Grindavíkur undanfarin ár, muni leggja land undir fót og leika körfubolta í Davidson háskóla í Bandaríkjunum næstu ár. Þetta er risastórt skref uppá við fyrir Jón Axel og mun væntanlega opna honum ýmsar dyr í framtíðinni en Davidson er einn af stærri háskólunum í körfuboltanum Vestanhafs. 

Karfan.is greindi frá:

„Jón Axel Guðmundsson mun koma til með að yfirgefa heimabæ sinn Grindavík næstu 4 árin og spila með Davidson háskólanum. Það þarf svo sem ekkert að fara mörgum orðum um þetta stóra skref kappans en Davidson háskólinn er að öllu jöfnu reglulegur gestur í 64 liða úrslitum NCAA keppninar þó þeir hafi ekki veirð þar í ár né orðið meistarar.
"Þetta voru allt áhugaverðir skólar sem höfðu samband en það sem stóð upp úr með Davidson. Eftir heimsóknina mína til þeirra urðu þeir svona vænlegasti kosturinn. Þetta er gríðarlega sterkur námsskóli, með top 10 flottustu "Campus" í Bandaríkjunum, gott körfuboltaprógram og eftir tveggja daga ferð fannst ég mér strax vera orðinn hluti af hópnum var eitthvað sem fann ekki fyrir í öðrum heimsóknum. Það skemmir líka ekki að Stephen Curry hafi verið þarna." sagði Jón Axel í viðtali við Karfan.is

Jón Axel hefur átt fínu gengi að fagna í vetur og spilað vel. Vissulega voru aðrir skólar sem höfðu samband við Jón. "Saint Joseph's, La Salle voru svona aðalskólarnir sem höfðu mest samband og heimsótti þá einnig. Svo fylgdu skólar eins og Duquesne sem John Rhodes er hjá ,Hofstra, James Madison og Marist töluðu eitthvað við mig en varð ekkert alvarlegt. Væntingarnar til þessa eru gríðarlegar. Að vera að fara inn í sama prógram og Stephen Curry er áhugavert og fær mann til að hugsa fyrst hann gat þetta af hverju ekki ég þá." bætti Jón Axel við.

Helsta "hraðahindrun" leikmanna sem hafa farið til USA í háskóla hefur verið fyrsta árið í skóla, eða til að útskýra betur, bekkjarseta fyrsta árið. "Ég er tilbúinn í það en það er ekki hugsunin sem ég fer með þangað. Stefnan mín er bara að fara þangað og sýna hvað í mér býr. Vonandi að það skili bara bestu fyrir mig og liðið. Þjálfarinn talar um eins og ég eigi að koma og spila bakvörð og verð þá ás eða tvistur eins og fólk þekkir. Þeir spila mikið með tvo bakverði inná og vill hann að ég sé tilbúinn að spila með boltann í höndunum og án boltans. Þeir spila mjög evrópskan bolta og hraðan sem heillar mig mjög mikið og er bolti sem ég vill spila. Hann segir að leiðin sé greið fyrir mig og ef ég stend mig þá er byrjunarliðssæti laust þar sem einn bakvörður er að útskrifast og auðvitað er það eitthvað sem maður stefnir á." sagði Jón Axel að lokum.

Jón Axel bætist þar með í flóru íslenskra leikmanna vestra hafs og verður fróðlegt að fylgjast með honum á komandi árum.“

Þess má til gamans geta að Steph Curry á 7 einstaklingsmet hjá skólanum. Spurning hvort að okkar maður stefni á að brjóta einhver þeirra?

- Flest heildarstig skoruð í sögu skólans (2.635)
- Flestar skoraðir þristar í sögu skólans (414)
- Flestir 30 stiga leikir (30)
- Flestir 40 stiga leikir (6)
- Flest stig á einu tímabili (974, 2008-09)
- Flestir stolnir boltar á einu tímabili (86, 2008-09)
- Flest stig leikmanns á fyrsta ári (730, 2006-07)

Nýlegar fréttir

fös. 28. apr. 2017    Grindavík pakkađi KR saman - hreinn úrslitaleikur á sunnudaginn
miđ. 26. apr. 2017    Allir ađ mćta í gulu á morgun! Áfram Grindavík!
miđ. 26. apr. 2017    Sprengingar framundan í Grindavíkurhöfn
miđ. 26. apr. 2017    Grindvíkingar sigursćlir á páskamóti JR
miđ. 26. apr. 2017    Pennarnir á lofti í Gula húsinu
miđ. 26. apr. 2017    Vilt ţú stunda rekstur í Kvikunni?
miđ. 26. apr. 2017    Matseđill vikuna 1. - 5. mái í Víđihlíđ
ţri. 25. apr. 2017    Bćjarstjórnarfundur í beinni útsendingu núna
ţri. 25. apr. 2017    1. maí hátíđ í Grindavíkurkirkju - Leiksýning, pylsupartý og hoppukastali
ţri. 25. apr. 2017    Tölum saman - Samtal um ferđamál á Reykjanesi í Kvikunni
mán. 24. apr. 2017    KR lagđir ađ velli í Vesturbćnum!
mán. 24. apr. 2017    Útkall GULUR í kvöld!
mán. 24. apr. 2017    Mikiđ um dýrđir á vorfagnađi eldri borgara
mán. 24. apr. 2017    473. fundur Bćjarstjórnar Grindavíkurbćjar - dagskrá
mán. 24. apr. 2017    Bćjarmálafundir falla niđur í kvöld
mán. 24. apr. 2017    Óli Baldur međ fimm mörk í bikarsigri GG
mán. 24. apr. 2017    Sumarstörf á heilsuleikskólanum Króki
mán. 24. apr. 2017    Hitađ upp fyrir Pepsi-deildina í Gjánni annađ kvöld
fös. 21. apr. 2017    Rán um hábjartan dag í Grindavík
fös. 21. apr. 2017    Leikur 2 í kvöld - hvar verđur ţú?
fös. 21. apr. 2017    Jón Steinar međ forsíđumyndina á 200 mílum
fös. 21. apr. 2017    Bandarískur skólahópur heimsótti Kvikuna
fös. 21. apr. 2017    Laus stađa sjúkraliđa viđ skólaheilsugćslu í Grindavík
fös. 21. apr. 2017    Meistaraflokkur kvenna leitar ađ öflugu fólki fyrir sumariđ
fös. 21. apr. 2017    Páskagangan verđur laugardaginn 29. apríl
Grindavík.is fótur