234 mćttu í göngu Grindavíkurbćjar og Bláa Lónsins

  • Fréttir
  • 29. mars 2016

Hvorki fleiri né færri en 234 manns mættu í hina árlegu göngu Grindavíkurbæjar og Bláa Lónsins á öðrum degi páska undir öruggri leiðsögn Sigrúnar Franklín Jónsdóttur. Gengið var m.a. um mosagróið Illahraun, framhjá Rauðhól (gígnum sem hraunið kom úr á sögulegum tíma), farið með Skipstíg, fornri þjóðleið, haldið austur með norðurhlíðum Þorbjarnarfells og inn á Baðsvelli. Kíkt var á þjófaslóðir og hin gömlu sel Grindvíkinga og hið litskrúðuga lónssvæði að lækningalindinni og endað í heilsulind.

Var gaman að sjá hversu vel var mætt og Sigrún Franklín fræddi göngugarpa um það sem fyrir augu bar af einstakri fagmennsku. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!