Skólastefna

  • Skóla og félagsţjónusta
  • 27. febrúar 2018

Skólastefna Grindavíkurbæjar var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 10. mars 2010, og endurskoðuð útgáfa samþykkt 18. desember 2013. Vinna er hafin í fræðslunefnd við þriðju endurskoðun.

Skólastefnunni er ætlað að taka til allra þátta í uppeldis- og skólastarfi bæjarins. Markmiðið er að skapa framtíðarsýn í málaflokknum til næstu þriggja ára og vera málefnalegur grundvöllur að umfjöllun um skólastarf í sveitarfélaginu.

Skólastefna Grindavíkurbæjar tekur til leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, æskulýðs- og tómstundarstarfs og starfsemi Skólaskrifstofu. Skipaður var átta manna stýrihópur til að vinna að endurskoðun stefnunnar.

Helstu áhersluatriði stefnunnar:

> Í Grindavík verði veitt heildstæð grunnmenntun á öllum skólastigum, allt frá leikskóla til framhaldsskóla
> Jafnræði ríki í aðgengi að námi og tengdri þjónustu
> Einstaklingsmiðað nám og fjölbreyttir kennsluhættir
> Aukið samstarf allra skóla og skólastiga sín á milli og við nærsamfélagið
> Uppeldisstefna skólanna byggi á umhyggju fyrir öllu lífi, samúð og kærleika sem stuðlar að umburðarlyndi, friði og samfélagi án ofbeldis
> Samþætta þekkingu, lífsgildi og almennan heilbrigðan lífsstíl í námi barna
> Virk tengsl og sameiginleg ábyrgð heimila og skóla
> Starfsfólk upplifi starfsánægju, fái hvatningu og tækifæri til þess að auka færni sína
> Nemendum og starfsfólki verði tryggt heilnæmt starfsumhverfi og búnað sem samræmist þörfum viðkomandi skólastarfs
> Lögð verði áhersla á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar
> Nýtt verði sérstaða nánasta umhverfis til kennslu

Skólastefna Grindavíkurbæjar - samþykkt í bæjarstjórn 18.12.2013


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR