Menningarvikan á mánudegi: Kaffihúsatónleikar og námskeiđ fyrir ungmenni

  • Fréttir
  • 14. mars 2016

Dagskrá Menningarvikunnar heldur áfram í dag mánudaginn 14. mars. Dagskráin er fjölbreytt, m.a. sýning í Miðgarði, teiknimyndanámskeið, námskeið fyrir unglinga í Þrumunni, kaffihúsaskemmtun í tónlistarskólanum, kyrrðarbæn og svo málverkasýningar o.fl.

 

Mánudagur 14. mars

Kl. 08:00 Morgunsöngur í Hópsskóla. Hvetjum gesti og gangandi til að líta við og syngja með. 

Kl. 10:00-18:00 Bókasafnið í Iðu, Ásabraut 2. Málverkasýning. Fannar Þór Bergsson leirlistamaður og eigandi „Leira meira", verður með sýningu á fígúrum sem hann hefur leirað og tengjast þær allar teiknimynd-um á einn eða annan hátt. Popplistamaðurinn Hjalti Parelíus verður með sýningu á myndum sínum og verða einhverjar þeirra til sölu ef fólk hefur áhuga á að næla sér í verk eftir einn af okkar áhugaverðustu samtíma listamönnum.
Northern Light Inn. Málverkasýning Gunnellu. Guðrún Elín Ólafsdóttir sýnir verk sín en hún sækir efni mynda sinna í 
íslenska náttúru og sögu, þar sem íslenska bóndakonan skipar aðalhlutverkið.

Kl. 10:00-18:00 Verslunarmiðstöðin. Heilsuleikskólinn Krókur, Leikskólinn Laut og Grunnskóli Grindavíkur sýna verk nemenda sinna.

Kl. 10:00-16:00 Verslunarmiðstöðin, 2. hæð (gamla bókasafnið). Yfirlitssýning á málverkum í eigu Grindavíkurbæjar. Á meðal málara má nefna Gunnlaug Scheving, Jón Gunnarsson, Garðar Jökulsson, Einar Lár, Sossu, Sigurð Hallmarsson, Bjarna Jónsson, Kjartan Guðjónsson, Hring Jóhannesson, Höllu Har., Sigríði Rósinkrans o.fl.

Kl. 13:00-16:00 Myndlistasýning í Verkalýðshúsinu, Víkurbraut 46. Samsýning grindvískra málara. Anna María Reynisdóttir, Berta Grétarsdóttir, Lóa Sigurðardóttir, Sólveig Óladóttir og Þóra Loftsdóttir sýna verk sín sem þær hafa málað undanfarin misseri.

Kl. 13:30-14:30 Miðgarður. Minja- og sögufélagið sýnir viðtal við Jón á Skála sem birtist á ÍNN. Þættirnir eru fjórir.
Kl. 14:00-16:00 Handverksfélagið Greip með sýningu á útskurði og málverkum í aðstöðu sinni að Skólabraut 8-10 (gömlu slökkvistöðinni) í nýjum sal. Allir velkomnir. 

Kl. 14:00-17:00 Bókasafnið. Námskeið og innsýn í myndasögugerð. Jean Posocco með innsýn í myndasögugerð fyrir 10 ára og eldri. Þátttaka er ókeypis, ekki þarf að skrá sig heldur mæta á bókasafnið. Jean hefur kennt mynda-sögugerð á eigin vegum og í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hann er einn af hvatamönnum myndasöguútgáfu á Íslandi í dag og er maðurinn á bakvið Frosk Útgáfu sem nýlega tók upp þráðinn á útgáfu Viggó Viðutan sem og sögunum um Ástrík og Steinrík. Jean er franskur en hefur búið á landinu í nær 30 ár og fer námskeiðið fram á íslensku.

Kl. 17:00-22:00 Framsóknarhúsið. Grindvíkingurinn Rúnar Þór Þórðarson með málverkasýningu en hann sýnir aðallega myndir af bátum og frá landslagi í Grindavík, hann málar bæði á striga og krossviðsplötur. Þetta er fyrsta einkasýning hans en áður hefur hann tekið þátt í samsýningum. 

Kl. 17:30-18:15 Tónlistarskólinn í Iðu: Kaffihúsaskemmtun. Nemendur og kennarar tónlist-arskólans stíga á stokk og flytja fjölbreytt lög fyrir gesti og gangandi. Allir velkomnir.

18:00 Bílabíó. Minja- og sögufélagið með ljósmyndasýningu á gafli fisverkunarfyrirtækisins Þróttar á horni Ægisgötu og Verbrautar, beint á móti sýningarglugga Þorbjarnar hf. Myndasýningin mun rúlla á gaflinum frá kl. 18 og fram í birtingu. Blanda og eldri og nýrri myndum.

Kl. 16:00 og 21:00. Félagsmiðstöðin Þruman. Sjálfstyrkinganámskeið fyrir ungmenni. Hvað vil ég gera? Hvað finnst mér skemmtilegt? Hvernig get ég orðið besta útgáfan af sjálfum/ri mér? Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir 7 til 10. bekkinga haldið í grunnskólanum. Á námskeiðinu verður farið í markmiðasetningu, skoðað hvernig læra má af mistökum, hvað það þýðir að njóta augna-bliksins og við skyggnumst líka inn í framtíðardrauma okkar. Tímasetning: Strákar eru frá kl. 16.00 til 18.30. Stelpur eru frá kl. 18.30 til 21.00. Kennari er Sólveig Guðmundsdóttir leikkona og leiklistarkennari. Hún hefur unnið áður með hópum af börnum og unglingum, bæði í Grindavík og víða um land. Hún er hluti af leikhópunum GRAL. Aðgangur er ókeypis. Skráning á námskeiðið hjá Jóhanni Árna í Þrumunni.

Kl. 19:00-22:00. Félagsmiðstöðin Þruman. Námskeið í elekstrónískri tónlistargerð fyrir nemendur frá 8. bekk og til 18 ára aldurs. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu þætti tónlist-arpródúseringu, þ.e.a.s hvernig á að búa til tónlist í tölvu með tónlistarforritum eins og Ableton Live og Logic. Farið verður yfir hvað pródúsentar gera og hvað þarf að kunna til þess að verða pródúsent. Hvaða hljóðfæri og tæki ég nota til þess að gera tónlist og hvaða möguleikar eru í boði í þessum geira. Námskeiðið nýtist öllum sem hafa áhuga á tónlist (þá sérstaklega HipHop og elektrónísk tónlist), tækni og hljóðblöndum. Leiðbeinandi: Björn Valur Pálsson, The Los Angeles Recording School Aðgangur er ókeypis. Skráning á námskeiðið er hjá Jóhanni Árna í Þrumunni. 

19:00 Grindavíkurkirkja. Kyrrðarbæn (Centering prayer). Vantar þig dýpri frið inn í líf þitt? Vantar þig meiri gleði og umburðarlyndi eða einbeitingu? Þá getur kyrrðarbænin hjálpað þér. Hér er á ferð bænaaðferð sem færir manneskjuna til núvitunadar, friðar og jafnvægis auk fleirri jákvæðra þátta sem 
iðkendur kynnast hver og einn. Þetta er kristileg íhugun þ.e. hugleiðslubæn. Þessi bæn í þögn er farvegur friðar og blessunar þeim sem hana iðka. Við göngum til bænarinnar með þann einlæga og eina ásetning að opna, hvíla og þiggja. www.kristinihugun.is

Kl. 20:00 Gjáin. Félagsfundur hjá Kvenfélagi Grindavíkur. Eigendur Skartsmiðjunnar með námskeið í skartgripagerð. Allir velkomnir á fundinn.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun