Rúnar Ţór frá Brćđratungu međ sína fyrstu einkasýningu

  • Menningarfréttir
  • 3. mars 2016

Það verður stór stund fyrir brottflutta Grindvíkinginn Rúnar Þór Þórðarson frá Bræðratungu þegar hann opnar málverkasýningu í Menningarvikunni í Framsóknarhúsinu. Rúnar Þór, sem verður 65 ára í ár, opnar þá sýna fyrstu einkasýningu en hann hefur áður tekið þátt í þremur samsýningum.

„Það er smá kvíði í manni en það verður gaman að sjá hvernig tekið verður á móti brottfluttum Grindvíkingi," segir Rúnar Þór og hlær. Hann sýnir aðallega myndir af bátum og frá landslagi í Grindavík, hann málar bæði á striga og krossviðsplötur.

„Mér var hent út af vinnumarkaðinum og byrjaði að fikta við þetta fyrir fimm árum eða svo. Í tvö ár var ég hjá Hlutverkasetrinu og þar var myndlistakona sem var að kenna og sótti ég tíma hjá henni í tvö ár. Við vorum fjögur sem stofnuðum svo saman myndlistaklúbb, leigðum okkur sal og þar höfum við málað frá tíu til þrjú einhverja daga í viku. Klúbburinn er enn starfandi," segir Rúnar Þór.

Römm er sú taug og um leið og hann tók pensilinn í hönd leitaði hugurinn strax á heimaslóðir í Grindavík með viðfangsefni. 

„Ég er uppalinn í Grindavík, stundaði sjóinn og var í slorinu. Um leið og ég fór að mála komu æskuslóðirnar strax fram. Ég á fullt af skyldfólki í Grindavík og því verður gaman að koma þangað og halda sína fyrstu einkasýningu," sagði Rúnar Þór.
Sýningin verður opin frá laugardeginum 12. mars til föstudagsins 19. mars í Framsóknarhúsinu við Víkurbraut.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!