Járngerđur kemur út - Glćsileg dagskrá Menningarviku 12.-20. mars í Grindavík

  • Fréttir
  • 2. mars 2016

Fyrsta tölublað ársins af Járngerði, fréttabréfi Grindavíkurbæjar, verður dreift í öll hús í lok vikunnar. Blaðið er einnig hægt að nálgast á heimasíðunni (sjá PDF útgáfu hér að neðan). Uppistaðan í blaðinu er glæsileg dagskrá Menningarvikunnar 12.-29. mars nk. Menningarvika Grindavíkur er nú haldin í áttunda sinn. Formleg setning hátíðarinnar verður í Grindavíkurkirkju laugardaginn 12. mars kl. 17:00.

Uppistaðan í Menningarvikunni byggir á framlagi heimafólks auk þess sem fjöldi landsþekktra tónlistarmanna, listamanna og skemmtikrafta heimsækja Grindavík. Menningarvikunni hefur verið vel tekið undanfarin ár. Allir leggjast á eitt við að bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Tónleikar, skemmtanir, frásagnir, sýningar, námskeið og uppákomur út um allan bæ.

Grindvíkingar eru hvattir til þess að nýta sér tækifærið og fjölmenna á menningarviðburðina.

Í Járngerði er ýmislegt fleira skemmtilegt eins og hlutverk sveitarfélaga í jafnréttismálum, vaxandi þjónustu í vaxandi bæ, miklar framkvæmdir bæjarins, auðlindagarð í Grindavík, viðtal er við Bæjarlistamann Grindavíkur í ár og fjallað um aukna þjónustu við eldri borgara og fólk með sérþarfir. Einnig er sagt frá reglum um samskipti skólastofnana við trúar- og lífsskoðunarfélög, þjónustukönnun sveitarfélaga, tvíburana Frosta Þór og Víking Inga, árshátíðarleikrit grunnskólans, heimsókn bæjarlistamanns til Piteå, öflugt starf í tónlistarskólanum, íbúaþing eldri borgara, skjalamál bæjarins og nýtt GrindavíkurApp.

 Járngerður, 1. tbl. 2016

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir