Fundur 460

  • Bćjarstjórn
  • 24. febrúar 2016

460. fundur Bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 23. febrúar 2016 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:

Hjálmar Hallgrímsson forseti, Guðmundur L. Pálsson Bæjarfulltrúi, Kristín María Birgisdóttir 1. varaforseti, Páll Jóhann Pálsson aðalmaður, Jóna Rut Jónsdóttir Bæjarfulltrúi, Magnús Andri Hjaltason varamaður, Hjörtur Waltersson varamaður, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar bauð forseti Magnús Andra velkominn á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

Dagskrá:

1. 1602061 - Seljabót 3: Fyrirspurn um breytingu á skipulagi.

Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann og Guðmundur

Vélsmiðja Grindavíkur óskar eftir breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis Ránargata/Hafnargata. Breytingin felur í sér að byggingarreitur við Seljabót 3 verði stækkaður til norðurs að lóðamörkum Hafnargötu 24.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að láta vinna breytingu á deiliskipulagi á kostnað umsækjanda sbr. 2 mgr. 38 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd telur að grenndarkynna þurfi breytinguna fyrir eigendum Seljabótar 1 og gera þarf grein fyrir bílastæðum sem henta starfseminni í tillögu að breytingu á skipulagi.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Skipulagsnefndar.

2. 1602020 - Fiskeldi á Stað: umsókn um graftrarleyfi

Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Guðmundur, Magnús Andri og Páll Jóhann

Íslandsbleikja ehf. óska eftir framkvæmdaleyfi fyrir könnun á jarðveg á röskuðu svæði vestan megin við núverandi ker.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Skipulagsnefndar.

3. 1601031 - Umsókn um framkvæmdaleyfi: Loftnet við dreifistöðvar.


Framhald frá fundi 459.

Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir serm til máls tóku: Hjálmar, Hjörtur, Jóna Rut, Kristín María, Guðmundur, Páll Jóhann og bæjarstjóri

Tillaga
Lagt er til að fresta fresta málinu þar til fram hefur farið grenndarkynning sem HS Veitur standi fyrir.
Samþykkt með 6 atkvæðum, Páll Jóhann situr hjá.

4. 1503022 - Brunavarnaráætlun: 2016-2021

Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti tillögu að Brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði Slökkviliðs Grindavíkur fyrir árin 2016-2021 og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur og Kristín María

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að áætlunin verði samþykkt með áorðnum breytingum.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða áætlunina, en fjármögnun verkefna og framkvæmda verður samkvæmt fjárhagsáætlun hvers árs.

5. 1601088 - Brunavarnir Suðurnesja: Samstarfssamningur

Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti samning um gagnkvæma aðstoð milli Slökkviliðs Grindavíkur og Brunavarna Suðurnesja, og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og bæjarstjóri

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

Bæjarstjórn samþykktir samhljóða tillögu Skipulagsnefndar.

6. 1512012 - Sala á Óla á Stað: boð um neyta forkaupsréttar skv. 12. gr. laga um stjórn fiskveiða

Til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, Guðmundur og Kristín María

Bókun frá fulltrúum B-lista

Við undirritaðir fulltrúar framsóknarflokksins hörmum framgöngu bæjarráðs Grindavíkur og forystumanna bæjarstjórnar í meðferð þeirra varðandi forkaupsrétt Grindavíkurbæjar á fiskiskipinu Óla á Stað með þúsund tonnum af aflaheimildum.
Bæjarráð Grindavíkur hefur algerlega brugðist skyldum sínum um að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að verja sameiginleg velferðarmál íbúa bæjarins og missa ekki aflaheimildir úr bænum.
Bæjarráð gaf tóninn strax þann 10. nóvember 2015, með bókun um að leggja til við bæjarstjórn að nota ekki lagalegan rétt sinn til að nýta forkaupsrétt á skipi og aflaheimildum þrátt fyrir að fyrirtæki í bænum hafi sýnt vilja til að ganga inn í kaupin og nægur tími til stefnu.

Það var mikið ábyrgðar- og dómgreindarleysi hjá forseta bæjarstjórnar að þrátt fyrir varnaðarorð lögmanns kaupanda og þess heimaaðila sem áhuga hafði á að ganga inn í kaupin var málið tekið út af dagskrá bæjarstjórnarfundar þann 15. desember 2015. Á þeim fundi átti að taka endanlega ákvörðun um hvort nýta ætti forkaupsrétt eða ekki enda er slíkt á forræði bæjarstjórnar og ljóst að mikið af upplýsingum voru komnar fram sem ekki voru til staðar á bæjarráðsfundi hinn 10. nóvember 2015. Ástæðan fyrir því að málið var tekið af dagskrá var bréf seljanda um afturköllun undirritaðs sölutilboð en ljóst var strax að kaupandi og seljandi deildu um gildi þeirrar afturköllunar.

Bókun bæjarráðs Grindavíkur þann 3. febrúar 2016 lýsir svo máttleysi forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs þar sem því er lýst að þann 1. febrúar 2016 hafi þeim verið tjáð á fundi með lögmönnum kaupanda og seljanda að kaupsamningur hafi verið undirritaður þann 27. janúar 2016. Orðrétt segir svo í fundargerð "Bæjarstjórn Grindavíkur hefur aldrei fjallað efnislega um málið". Nú er staðan sú að lagaleg óvissa er um hvort forkaupsrétturinn sé enn fyrir hendi og inngrip sveitarfélagsins gæti því haft í för með sér óvissu og tjón fyrir aðila málsins.

Forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs hefði verið nær að hafa áhyggjur af tjóni Grindavíkurbæjar því aðeins útsvarstekjur af þessum sjómannsstörfum sem tapast leika á milljónum ár hvert. Forkaupsréttur sveitarfélaga er mikilvægt tæki til að tryggja að störf í sjávarútvegi haldist í heimabyggð og ámælisvert að ekki hafa verið gert allt sem hægt var til að tryggja að Grindavíkurbær gæti nýtt sinn rétt án óvissu sem nú er komin upp.
Páll Jóhann Pálsson og Hjörtur Waltersson

Bókun frá G- og D-lista

Bæjarráð tók málið fyrst fyrir á fundi sínum um miðjan desember. Var það ákvörðun ráðsins að beina því til bæjarstjórnar að neyta ekki forkaupsréttarins í ljósi þess að fjölmögum spurningum var ósvarað. Þar á meðal lá ekki fyrir hvort fyrirtæki hér í sveitarfélaginu gæti keypt bátinn og aflaheimildirnar. Allan tímann voru heildarhagsmundir Grindavíkurbæjar í forgrunni. Á bæjarstjórnarfundi í desember þegar taka átti málið fyrir fengu bæjarfulltrúar formlega tilkynningu að seljandi hefði hætt við söluna. Þann 26. janúar sl. kemur í ljós að kominn er á samningur milli seljanda og kaupanda. Allan þennan tíma hafa forystumenn bæjarins reynt að fá sjávarútvegsfyrirtæki í bænum til að ganga inn í kaupin svo hægt sé að nýta forkaupsréttinn en það hefur enn ekki tekist.

Á fundi með Garðari, lögmanni Grindavíkurbæjar, upplýsti hann bæjarfulltrúa að fari bærinn í dómsmál og vinni forkaupsréttinn þá verður hann að kaupa bát ásamt aflaheimildum, þrátt fyrir að ekki liggi fyrir kaupandi í sveitarfélaginu. Við teljum ekki skynsamlegt að fara þessa leið ef ekkert sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík getur gengið inn í kaupin. Þar sem um er að ræða rúmlega þriggja milljarða fjárfestingu finnst okkur áhættan verulega mikil fyrir sveitarfélagið.
Fulltrúar D- og G-lista

7. 1504108 - Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm: lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi


Til máls tóku: Hjálmar, bæjarstjóri, Hjörtur, Kristín María og Páll Jóhann.

Bryndís Gunnlaugsdóttir bæjarfulltrúi óskar eftir lausn frá störfum með vísan til 3. mgr. 30. gr sveitarstjórnarlaga.

Ég, Bryndís Gunnlaugsdóttir, óska eftir lausn frá störfum sbr. 30. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 en ég hef verið í leyfi frá störfum frá 1. júní 2015. Í ljósi breytta aðstæðna get ég ekki lengur sinnt bæjarstjórnarstörfum ásamt því að vera í 100% starfi á höfuðborgarsvæðinu og verð ég því miður að biðjast lausnar.

Bókun
Ég vil þakka bæjarbúum Grindavíkur fyrir það traust sem þeir hafa sýnt mér frá því að ég var fyrst kjörin í bæjarstjórn árið 2010, það hefur verið sönn ánægja að fá að starfa í þágu íbúa og bæjarfélagsins. Einnig vil ég þakka félagsmönnum í Framsóknarfélagi Grindavíkur sem og samstarfsfólki mínu í bæjarstjórn fyrir gott samstarf. Að lokum við ég sérstaklega þakka starfsfólki bæjarins fyrir gott samstarf enda er hlutverk Grindavíkurbæjar fyrst og fremst að veita þjónustu við íbúa bæjarins og þar gegnir starfsfólk bæjarins lykilhlutverki.

Bæjarstjórn óska ég velfarnaðar í sínum störfum.
Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða beiðni Bryndísar og mun Páll Jóhann Pálsson taka sæti hennar í bæjarstjórn frá og með næsta fundi.
Bæjarstjórn felur formanni kjörstjórnar að gefa út ný kjörbréf.

Bókun
Við undirritaðir bæjarfulltrúar Framsóknar þökkum Bryndísi Gunnlaugsdóttur fyrir gott samstarf og það óeigingjarna starf sem hún hefur unnið fyrir bæjarfélagið og Framsóknarfélag Grindavíkur, og vekjum athygli á því að erfitt verður að fylla það skarð sem Grindavíkurbær hefur hlotið við að missa duglegan og vel menntaðan lögfræðing frá störfum.
Ekki er víst að bæjarbúar geri sér grein fyrir því hve mikilvægt það er fyrir bæjarfélagið að hafa vel menntað og duglegt fólk við stjórn bæjarins.
Páll Jóhann Pálsson og Hjörtur Waltersson

Bókun
Bæjarfulltrúar og bæjarstjóri þakka Bryndísi Gunnlaugsdóttur Holm fyrir gott samstarf og góð störf í bæjarstjórn Grindavíkur og óska henni velfarnaðar á öðrum vettvangi.

8. 1601087 - Frístunda- og menningarnefnd: Breyting á fulltrúa G-lista


Til máls tóku: Hjálmar og Kristín María

Tillaga
Þórunn Alda Gylfadóttir verði formaður í stað Anítu Sveinsdóttur.
Samþykkt samhljóða

9. 1510109 - Málefni eldri borgara: umfjöllun á aðalfundi SSS 2015

Til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, bæjarstjóri og Guðmundur

Ályktun öldungaráðs Suðurnesja lögð fram.

10. 1501235 - Samskipti skóla og trúfélaga

Til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, Kristín María, Guðmundur og Jóna Rut

Reglur um samskipti leik-, grunn- og tónlistarskóla í Grindavík við trúar- og lífsskoðunarfélög lagðar fram. Fræðslunefnd leggur til að reglurnar verði samþykktar.

Bæjarráð vísar reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir reglurnar með 4 atkvæðum, Páll Jóhann, Hjörtur og Magnús Andri sitja hjá.

11. 1501040 - Tillaga um stefnumótun á þjónustusvæði Suðurnesja um málefni fatlaðs fólks - Framhaldsmál 2015

Til máls tóku: Hjálmar, bæjarstjóri, Guðmundur, Kristín María og Páll Jóhann

Minnisblað bæjarstjóra Garðs, Grindavíkur, Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Voga eftir fund með félagsmálaráðherra dags. 16. desember 2015 lagt fram.

Bæjarráð vísar tillögunum til umfjöllunar í bæjarstjórn.

12. 1602075 - Þjónustumiðstöð: beiðni um viðauka vegna tímabundinnar ráðningar starfsmanns

Til máls tóku: Hjálmar og Guðmundur

Byggingafulltrúi óskar eftir viðauka að fjárhæð 5,5 milljónir kr. við fjárhagsáætlun ársins 2016 til að ráða starfsmann tímabundið til áramóta vegna forfalla.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða og að hann verði fjármagnaður af handbæru fé.

13. 1601102 - Kaup á nýjum bíl: ósk um viðauka.

Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur og bæjarstjóri

Byggingafulltrúi óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 vegna kaupa á bíl fyrir skólaakstur og ferðaþjónustu fatlaðra og eldri borgara.
Að fengnum tilboðum er ljóst að fjárheimild í fjárhagsáætlun ársins dugar ekki, og er því óskað eftir aukinni heimild að fjárhæð 3.000.000 kr.

Bæjarráð leggur til að viðaukinn verði samþykktur og fjármagnaður með lækkun á framkvæmdakostnaði við félagslegar íbúðir, sem voru ofmetnar í áætlun.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

14. 1506146 - Fundargerðir: Reykjanes Geopark

Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, bæjarstjóri, Hjörtur, Magnús Andri, Jóna Rut, Kristín María og Páll Jóhann

Fundargerðin er lögð fram

15. 1511039 - Fundargerðir: Samband íslenskra sveitarfélaga 2015

Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðirnar eru lagðar fram

16. 1508119 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2015


Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Guðmundur, Páll Jóhann, Kristín María og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram

17. 1602002 - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: Fundargerðir 2016


Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Guðmundur, Páll Jóhann, Kristín María og bæjarstjóri

Fundargerðirnar eru lagðar fram

18. 1601073 - Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2016

Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Páll Jóhann, Magnús Andri og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram

19. 1602001F - Bæjarráð Grindavíkur - 1400

Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram

20. 1602005F - Bæjarráð Grindavíkur - 1401

Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, bæjarstjóri, Páll Jóhann, Guðmundur og Hjörtur

Fundargerðin er lögð fram

21. 1602011F - Bæjarráð Grindavíkur - 1402

Til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, Hjörtur, Kristín María, bæjarstjóri, Magnús Andri og Jóna Rut

Fundargerðin er lögð fram

22. 1602008F - Félagsmálanefnd - 62

Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram

23. 1602006F - Skipulagsnefnd - 14


Til máls tóku: Hjálmar, Magnús Andri, Jóna Rut, bæjarstjóri og Kristín María

Fundargerðin er lögð fram

24. 1602004F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 11

Til máls tóku: Hjálmar og Kristín María

Fundargerðin er lögð fram

25. 1601017F - Fræðslunefnd - 49

Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, bæjarstjóri og Kristín María

Fundargerðin er lögð fram

26. 1601012F - Frístunda- og menningarnefnd - 50

Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Jóna Rut, Guðmundur, Magnús Andri, bæjarstjóri og Páll Jóhann

Fundargerðin er lögð fram




Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:30.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135

Frćđslunefnd / 7. september 2023

Fundur 134