Deiliskipulag: Víðihlíð og nágrenni

  • Skipulag og framkvæmdir
  • 1. febrúar 2016

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti á fundi þann 26.1.2016 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víðihlíð og nágrenni skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er stækkað og afmarkast nú af Austurvegi til suðurs, Hópsbraut til austurs og opnu svæði og vesturmörkum lóðar dvalarheimilis aldraðra, Víðihlíðar, til vesturs.

Innan þessarar afmörkunar er óbreytt íbúðasvæði við Víðigerði, þar sem nú þegar hafa verið reist 10 parhús fyrir eldri borgara. Ný aðkoma er gerð frá Hópsbraut og verða því tvær aðkomur að hverfinu frá Hópsbraut.
Í tillögunni er gert ráð fyrir að heimilað verði að reisa allt að 92 nýjar íbúðir í rað, par- og fjölbýlishúsum á svæðinu ásamt viðbyggingu við dvalarheimilið Víðihlíð. Heildarfjöldi íbúða fer eftir stærð en heimilt verður að reisa 60 - 120 m2 íbúðir.

Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar og heimasíðu www.grindavik.is, frá og með 1. febrúar 2016 til og með 14. mars 2016. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs í síðasta lagi til og með 14. mars nk., annað hvort á Víkurbraut 62, 240 Grindavík eða á netfangið armann@grindavik.is. Nánari upplýsingar veitir undirritaður.

Ármann Halldórsson
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs

Víðihlíð tillaga að deiliskipulagi 1 (PDF)
Víðihlíð tillaga að deiliskipulagi 2 (PDF)


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum