Enn fjölgar í Grindavík: Íbúafjöldi 3118

  • Fréttir
  • 14. desember 2015

Grindvíkingum fjölgar enn. Við náðum 3.000 íbúa markinu í janúar síðastliðnum þegar tvíburar komu í heiminn. Fjölgunin hefur verið nokkuð stöðug síðan. Alls hefur fjölgað um 230 íbúa síðan í janúar 2014, eða um 7%. Það sem af er þessu ári, í lok nóvember, er fjölgunin 4%. Grindvíkingar með erlent ríkisfang eru 351, þar af eru pólskir Grindvíkingar 228. Íbúafjöldinn í Grindavík þann 1. desember sl. var 3118. 

þann Þann 8. janúar síðastiðinn kom 3.000. Grindvíkingurinn í heiminn. Þeir urðu reyndar tveir en þessa nótt komu tvíburar í heiminn sem deila því titlinum 3.000. Grindvíkingurinn. Foreldrar tvíburanna eru þau Sigrún Ísdal Guðmundsdóttir og Steinar Nói Kjartansson. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Kristín María Birgisdóttir forseti bæjarstjórnar, afhentu gjafir og viðurkenningu til fjölskyldunnar á fundi bæjarstjórnar í janúar sl.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir