Sérkennslustjóra vantar á leikskólann Laut í Grindavík

  • Fréttir
  • 1. desember 2015

Sérkennslustjóri óskast til starfa á leikskólann Laut í Grindavík frá og með 4. jan. 2016. Leikskólinn er fimm deilda leikskóli fyrir börn frá 18 mánaða. Við erum „Skóli á grænni grein" og vinnum eftir uppbyggingarstefnunni - Uppeldi til ábyrgðar. Gleði, hlýja og virðing eru einkunnarorð skólans.
Helstu verkefni og ábyrgð:

 

• Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskóla.
• Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu.
• Sinnir einstaka börnum og barnahópum með íhlutun.
• Veitir foreldrum/forráðamönnum barna sem njóta sérkennslu stuðning, fræðslu og ráðgjöf.
• Sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum.
• Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Grindavíkurbæjar.

Menntun, reynsla og hæfni:
• Leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
• Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg.
• Reynsla af starfi með börnum.
• Færni í samskiptum,frumkvæði og faglegur metnaður.
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

Frekari upplýsingar um starfið:
• 75% staða
• Umsóknarfrestur er til og með 15. des n.k.
• Viðkomandi þarf að geta hafið störf 4. jan. 2016.
• Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
• Leikskólastjóri hefur heimild til að úthluta TV- einingum.

Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 426-8396 og 847-9859. Umsóknir berist til leikskólastjóra á netfangið frida@grindavik.is

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir