Fundur nr. 18

  • Ungmennaráđ
  • 1. desember 2015

Fundur haldinn 30. nóvember2015 kl. 19:00 á Papa‘s pizza.

Mættir:
• Elsa Katrín Eiríksdóttir
• Karín Óla Eiríksdóttir
• Lárus Guðmundsson, formaður.
• Þórveig Hulda Frímannsdóttir
• Ólafur Þór Unnarsson
• Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri
Þetta er síðasti nefndarfundar núverandi ungmennaráðs.

1. Körfutrampólínvöllur
Lárus formaður og Þorsteinn sviðsstjóri fóru yfir stöðuna. Innfluttur vellir sem hafa verið skoðaðir, m.a. frá Þýskalandi, Póllandi og Kína, eru afar dýrir og því er verið að skoða einfaldari lausnir, m.a. að láta íslenskt fyrirtæki framleiða prototýpu að svona velli. Von er á tilboði á næstunni frá íslensku fyrirtæki og verður málið unnið út frá því.


2. Grindavíkurappið
Sigurpáll Jóhannsson kerfisfræðingur kynnti uppfærslu á Grindavíkurappinu. Appið er tilbúið, Sigurpáll ætlar að gera smávæglegar uppfærslur og gera það klárt fyrir android. Það fer í loftið á næstu dögum og verður kynnt vel og vandlega.

3. Breytingar á samþykktum ungmennaráðs
Bæjarstjórn hefur samþykkt breytingar á samþykktum ungmennaráðs með smávægilegum breytingum og lækkað laun sem engu að síður eru góð.

Skipan ungmennaráðs verður sem hér segir:
„Ungmennaráð skal skipað sjö aðilum og þremur til vara.
A - Tveir úr nemenda- og Þrumuráði í 8. - 10. bekk hverju sinni, formaður og varaformaður, og einn til vara.
B - Tveir fulltrúar á aldrinum 13-16 ára og einn til vara. Annar aðalfulltrúi er kjörinn í eitt ár og hinn í tvö ár. Varamaður til eins árs. Auglýst skal eftir framboðum. Verði frambjóðendur fleiri en sæti í kjöri, skal fara fram bein kosning meðal nemenda í Grunnskóla Grindavíkur.
C - Þrír fulltrúar úr aldurshópnum 16 - 18 ára og einn til vara. Kjörinn er einn og tveir aðalmenn til skiptis. Varamaður til eins árs. Auglýst skal eftir framboðum. Verði frambjóðendur fleiri en sæti í kjöri, skal fara fram bein kosning á auglýstum framboðsfundi. Atkvæðisbærir eru ungmenni á aldrinum 16-18 ára með lögheimili í Grindavík. Með þessari samþykkt er komið í veg fyrir að allir í ungmennaráðinu hætti í einu."


4. Undirbúningur kosninga
Kosið verður í nýtt ungmennaráð í janúar. Verður auglýst eftir framboðum. Staðan er þessi:

A (nemenda- og Þrumuráð) - Formaður situr sjálfkrafa í ungmennaráði. Þar sem núverandi varaformaður situr þegar í ungmennaráði verður nemenda- og þrumuráð að tilnefna annan í stað varaformannsins, einnig þarf að tilnefna varamann í ungmennaráðið.

B (13-16 ára)- Karín Óla verður áfram í eitt ár. Kjósa þarf annan aðalmann til tveggja ára og varamann til eins árs. Auglýst skal eftir framboðum. Verði frambjóðendur fleiri en sæti í kjöri, skal fara fram bein kosning meðal nemenda í Grunnskóla Grindavíkur.

C (16-18 ára) - Elsa Katrín og Nökkvi verða áfram aðalmenn í eitt ár, kjósa þarf þriðja aðalmanninn til tveggja ára og varamann til eins árs. Auglýst skal eftir framboðum. Verði frambjóðendur fleiri en sæti í kjöri, skal fara fram bein kosning á auglýstum framboðsfundi. Atkvæðisbærir eru ungmenni á aldrinum 16-18 ára með lögheimili í Grindavík.

Auglýst verður eftir framboðum í Járngerði, á heimasíðum Grindavíkurbæjar og Grunnskóla Grindavíkur ásamt samfélagsmiðlum. Framboðsfrestur verður til 12. janúar. Ef kemur til kosninga verða þær viku síðar.

5. Fjárhagsáætlun 2016
Sviðsstjóri fór yfir fjárhagsáætlun ungmennaráðs.

6. Lokafundur
Þar sem þetta var lokafundur núverandi ungmennaráðs þökkuðu nefndarmenn og sviðsstjóri kærlega fyrir ánægjulegt samstarf undanfarin tvö ár. Starfið hefur gengið vel og ungmennaráðið unnið að mörgum spennandi verkefnum og komið starfinu í fastari skorður. Ungmennaráðið er mikilvægur vettvangur í lýðræðislegu samfélagi og er vonandi komið til að vera.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20:20.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135