Glćsileg frammistađa í Stíl

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 30. nóvember 2015

Félagsmiðstöðin Þruman tók þátt í hár-, förðunar- og fatahönnunarkeppninni Stíl sem fram fór í Hörpu um helgina og er á vegum Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi. Rúmlega tvö hundruð unglingar í 40 liðum tóku þátt í keppninni sem haldin var í í 15. sinn. Þemað í ár var náttúra sem endurspeglaðist í hönnun unglinganna. Þruman átti tvö lið í ár, annað var í samvinnu við Fjörheima. Stíll var að þessu sinni valfag á unglingastigi í Grunnskóla Grindavíkur og hélt Halla Kristín Sveinsdóttir utan um verkefnið. Óhætt er að segja að frammistaða nemendanna úr Grindavík hafi verið glæsileg. Ekki unnu þau til verðlauna í ár en önnur mappa Þrumunnar komst í undanúrslit.

Félagsmiðstöðin Klakinn í Sjálandsskóla í Garðabæ bar sigur úr bítum. Áhorfendabekkurinn í Flóa í Hörpu var þétt setinn þegar liðin sýndu afraksturinn. Öll vinna keppenda við módel fer fram á staðnum en allur sýnilegur klæðnaður er hannaður af hópnum fyrirfram og flestar félagsmiðstöðvar búnar að halda undankeppni til þess að velja sitt framlag. Hver hópur skilar einnig möppu sem sýnir vinnuferlið frá hugmynd að lokaafurð sem er studd teikningum og ljósmyndum af flík, hári og förðun og útskýrir hugmyndina á bakvið hönnunina.

Félagsmiðstöðin 105 lenti í öðru sæti og í því þriðja lenti Garðalundur sem fékk einnig verðlaun fyrir bestu förðunina. Félagsmiðstöðin Vitinn fékk verðlaun fyrir bestu fantasíuförðunina, Fókus var verðlaunuð fyrir bestu hönnunarmöppuna, Tían fékk verðlaun fyrir besta hárið og Þrykkjan fékk sérstök hvatninarverðlaun fyrir efnilega framsetningu.

Glæsilegur kjóll. Í möppu hópsins sagði um kjólinn: „Okkar innblástur kom í miðri kennslustund og vorum að velta því fyrir okkur hvað við vildum búa til. Náttúran er þemað og við erum allar mjög tengdar hafinu, þegar við litum út um gluggann sáum við hafið og þar með var það ákveðið.“
Í hópnum voru:
Guðbjörg Ylfa model
Elínborg Adda
Ólafía Elínborg
Unnur Guðrún
Jenný Geirdal
Thea Ólafía
Natalía
Anna Margrét

Frumlegur kjóll. Í möppu hópsins sagði um kjólinn: „Við fengum innblásturinn af Mockingjay í Hunger Games, eftir að hafa horft á myndina og alla mismunandi náttúruna sem í henni er vildum við gera fugl sem minnti okkur á Mockingjay, okkur fannst hann flottur og okkur langaði að endurgera hann. “ 
Í hópnum voru:
Ólafía Hrönn Model
Rakel Sif
Ásta Sigríður
Sigrún Björk
Anna Linda
Ólafía Ragna
Nánar verður greint frá þessu í næstu Járngerði, fréttabréfi Grindavíkurbæjar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir