Íslandsmeistararnir fóru illa međ Grindvíkinga

  • Körfubolti
  • 27. nóvember 2015

KR-ingar mættu í heimsókn í Mustad höllina í gær og sýndu að það er engin tilviljun að þeir eru ríkjandi Íslandsmeistarar. Grindvíkingar héngu í þeim í byrjun en hægt og bítandi tóku KR leikinn algjörlega yfir og enduðu á að rúlla algjörlega yfir okkar menn sem áttu fá svör við leik KR-inga á báðum endum vallarins. Lokatölur urðu 73-93.

Fréttaritari síðunnar var á leiknum og skrifaði umfjöllun sem einnig birtist á karfan.is:

KR-ingar mættu í heimsókn í Mustad höllina í kvöld í leik sem lofaði góðu framan af fyrir heimamenn sem hafa átt misgóða leiki framan af vetri. Mikil barátta og hraði einkenndi upphafsmínúturnar þar sem KR voru alltaf nokkrum skrefum á undan heimamönnum. Staðan eftir 1. leikhluta var 20-27 KR í vil en þeir lokuðu leikhlutanum með 6-0 áhlaupi.

Kæruleysi einkenndi sóknarleik Grindvíkinga í upphafi 2. leikhluta ásamt klaufalegum sendingum. Þeir náðu þó að hrista af sér slenið og áttu gott áhlaup um miðjan leikhlutann og minnkuðu muninn í 2 stig, 29-31. En það virtist fara mikil orka í allar aðgerðir Grindvíkinga meðan að KR-ingar rúlluðu á mörgum leikmönnum og virtist litlu skipta hver kom inná, allir skiluðu sínu og voru margir leikmenn að spila fantavel. Staðan í hálfleik var 36-44 fyrir KR og ljóst að Grindvíkingar þyrftu heldur betur að girða í brók ef þeir ætluðu sér að eiga möguleika í KR vélina sem malaði eins og vel smurð díselvél.

Hjá Grindvíkingum var Eric Wise stigahæstur í hálfleik með 12 stig og Jóhann Árni næstur með 10. Ómar Örn Sævarsson kom eins og vítamínsprauta af bekknum og var með 8 stig og 9 fráköst og einnig með flest framlagsstig Grindvíkinga, 16 talsins. Hann átti svo eftir að enda með flest líka, 23. Hjá KR var Craion drjúgur að vanda og var með 16 stig og 10 fráköst í hálfleik. Eric Wise átti ekki góðan dag í vörninni gegn honum og oftar en einu sinni skildi Craion hann eftir og fékk opin skot undir körfunni.

Grindvíkingar tóku annað áhlaup á KR við upphaf seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í 48-51 en þá sögðu KR-ingar hingað og ekki lengra. Grindvíkingar virtust ekki eiga nóg bensín á tanknum og KR unnu leikhlutann 19-25 og staðan 55-69 fyrir loka átökin. Það sem þó ekki síst háði Grindvíkingum í þessum leik er hvað þeir létu allt mótlæti fara í taugarnar á sér og þár sérstaklega Eric Wise. Hann virkaði ótrúlega pirraður og annars hugar oft á tíðum, og jafnvel hreinlega latur. Á einum tímapunkti lét hann nokkur orð falla sem eru bönnuð innan 12, jafnvel 16, og mesta furða að hann hafi ekki fengið tæknivillu að launum.

Skotin voru heldur ekki að detta hjá heimamönnum í kvöld sem var ekki til að bæta þeirra geð. Þeir settu aðeins 2 þrista í 14 tilraunum sem er frekar fáheyrt á Suðurnesjum. Þá var vítanýtingin ekki nema 54% og Eric Wise brenndi af 5 vítum af þeim 10 sem hann reyndi.

KR-ingar aftur á móti léku við hvurn sinn fingur í þessum leik og sóknarleikur þeirra minnti á stundum á San Antonio Spurs, svo gott var flæðið. Trekk í trekk fengu þeir galopin færi undir körfunni, og nýtti Snorri Hrafnkelsson sér það til hins ýtrasta en hann átti mjög góða innkomu af bekknum, setti 19 stig og var með langhæstu +/- tölu liðsins, 27. Craion endaði með 20 stig og tók 14 fráköst. Ægir Þór var svo með 15 stig og 6 stoðsendingar. Það voru margir að skora hjá KR, stigin dreifðust vel og allir leikmenn á skýrslu fengu spilatíma í kvöld.

Hjá Grindavík var Wise stigahæstur með 21 stig og 10 fráköst en hann hefur þó oft átt betri daga en þennan. Næstur kom Jóhann Árni Ólafsson með 15 og Ómar skoraði 13 og tók heil 16 fráköst.

Páll Axel Vilbergsson og Pavel Ermolinski voru báðir í borgaralegum klæðum í kvöld, Pavel þó öllu reffilegri og minnti óneitanlega svolítið á Russell Westbrook í skærgrænni peysu á bekknum í kvöld.

Lokatölur 73-93.

Tölfræði leiks
Myndasafn: Skúli Sig.

Jóhann Þór Ólafsson var orðlaus í lok leiks: 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!