Fundur 457

  • Bćjarstjórn
  • 25. nóvember 2015

null

457. fundur Bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 24. nóvember 2015 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson forseti, Guðmundur L. Pálsson Bæjarfulltrúi, Kristín María Birgisdóttir 1. varaforseti, Marta Sigurðardóttir 2. varaforseti, Jóna Rut Jónsdóttir Bæjarfulltrúi, Ásrún Helga Kristinsdóttir Bæjarfulltrúi, Hjörtur Waltersson varamaður, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Forseti byrjaði á því að bjóða Hjört Waltersson velkominn á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

Forseti óskar eftir heimild til að bæta málum á dagskrá með afbrigðum.
Grunnskóli Grindavíkur: tillaga að breyttri stjórnun.
Samþykkt samhljóða

Marta kom til fundarins kl. 17:15 við mál nr. 7.

Dagskrá:

1. 1511060 - Fiskeldi á Stað: Breyting á aðalskipulagi.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.
Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Guðmundur

Tillaga að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 lögð fram. Breytingin felst í því að iðnaðarsvæði i7 er stækkað úr 113,8 ha í 131,5 ha til austurs. Breytingin nær yfir raskað svæði að hluta. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni verður auglýst deiliskipulag fiskeldis á Stað.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt til auglýsingar skv. 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða

2. 1501182 - Deiliskipulag: fiskeldi á Stað

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.
Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur og Ásrún

Deiliskipulagstillaga ásamt umhverfisskýrslu fiskeldis á Stað unnin af AVH arkitektum dagsett í október 2015 ásamt greinargerð vegna athugasemda og umsagna tekin fyrir. Við fyrri auglýsingu tillögunnar komu athugasemdir frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og siglingasviði Vegagerðarinnar. Þær athugasemdir ásamt tillögu að svörum og viðbrögðum Grindavíkurbæjar er að finna í meðfylgjandi greinargerð vegna athugasemda og umsagna.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði svör og viðbrögð vegna ofangreindra athugasemda og að skipulagið verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða aðalskipulagsbreytingu.

Samþykkt samhljóða

3. 1511071 - Deiliskipulag Stamphólsvegar: Breyting
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.
Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur og Kristín María

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Stamphólsvegar í Grindavík lögð fram. Breytingin felur í sér að Stamphólsvegi 3 verði skipt upp í tvær lóðir og að reist verði 4 hæða fjölbýlishús. Lóð við Stamphólsveg 3 verður 3.493 m2. Á nýrri lóð Stamphólsveg 5 verður leyfilegt að reisa 4. hæða fjölbýlishús með hámarkshæð 12 m. Skipulagstillögunni fylgir skýringaruppdráttur.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum og auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða

4. 1509119 - Iðnaðarsvæði Eyjabakka: breyting á deiliskipulagi.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.
Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Kristín María

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis á Eyjabakka lögð fram. Breytingin er tvíþætt og snýr í báðum tilfellum að leiðréttingu á deiliskipulagi vegna aðstæðna. Breytingarnar eru eftirfarandi:
1. Vörðusundi er breytt í botnlanga, en gatan hefur þegar verið framkvæmd þannig.
2. Gerð er breyting á húsagerð og hæð bygginga á lóð nr. 5 við Tangarsund.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt til grenndarkynningar fyrir eigendum húsa við Vörðusund og Tangarsund skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Samþykkt samhljóða

5. 1511066 - Umsókn um lóð: Skarfasund 5 og 7
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.
Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Krisín María

Hópsnes ehf. óskar eftir lóðum við Skarfasund 5 og 7.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt fyrir Skarfasund 5 en leggur til að Hópsnesi verði úthlutað lóð nr. 3.

Samþykkt samhljóða

6. 1511074 - Umsókn um framkvæmdaleyfi: kvikmyndataka við Kleifarvatn
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.
Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Kristín María

Bergsveinn Jónsson óskar eftir leyfi til kvikmyndatöku við Kleifarvatn og Krísuvíkurberg.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt við Kleifarvatn. Skipulagsnefnd bendir á að Krísuvíkurberg er í lögsögu Hafnarfjarðar.

Samþykkt samhljóða

7. 1511069 - Slökkvilið Grindavíkur: Dælubíll
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.
Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar

Slökkvistjóri óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015 að fjárhæð 675.000 kr. til kaupa á búnaði á dælubíl.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2015 að fjárhæð 675.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

Samþykkt samhljóða

8. 1508096 - Minja- og sögufélag Grindavíkur: Samstarfssamningur 2015-2018

Til máls tók: Hjálmar

Undirritað eintak samningsins lagt fram til staðfestingar.

Samningurinn er staðfestur samhljóða

9. 1509069 - Félag eldri borgara í Grindavík: Samstarfssamningur 2016-2018
Til máls tóku: Hjálmar, bæjarstjóri og Kristín María

Bæjarráð vísar samningum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að undirrita samninginn.

10. 1508019 - Handverksfélagið Greip: Stækkun á aðstöðu
Til máls tók: Hjálmar

Undirritað eintak samningsins lagt fram til staðfestingar.

Samningurinn er staðfestur samhljóða

11. 1505080 - Starfsmannastefna Grindavíkurbæjar: breytingatillaga vegna heilsustyrkja
Til máls tóku: Hjálmar, bæjarstjóri, Ásrún, Marta, Kristín María, Guðmundur, bæjarstjóri og Hjörtur

Bæjarstjóri leggur fram breytingatillögu við kafla um heilsueflingu í Starfsmannastefnu Grindavíkurbæjar. Markmið breytinganna er að koma betur til móts við mismunandi heilsueflingu starfsmanna. Jafnframt er gerð tillaga um nýjan kafla um samgöngusamninga.

Bæjarráð leggur til að tillagan verði samþykkt, með tveimur atkvæðum B og G lista. Fulltrúi D lista var á móti.

Breytingatillaga frá fulltrúa G-lista
Lagt er til að síðasti liðurinn falli út, þ.e. styrkur á móti kaupum á göngustöfum, göngu- eða hlaupaskóm.

Breytingatillaga frá G-lista er samþykkt með 4 atkvæðum, fulltrúar B- og S-lista eru á móti

Tillaga bæjarstjóra er borin upp til samþykktar með þeirri breytingu að 10. töluliður falli út og að 9. töluliður orðist svo: Kaupa á búnaði til eigin nota, s.s. reiðhjóli, þrekhjóli, hlaupabretti, róðrartæki eða sambærilegu. Undanskilið er fatnaður og skór.

Samþykkt samhljóða

12. 1510024 - Ungmennaráð: Breyting á samþykktum
Til máls tóku: Hjálmar, bæjarstjóri og Marta

Tillaga að breytingum á samþykktum Ungmennaráðs lögð fram eftir umfjöllun bæjarráðs.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Breytingar á samþykktum Ungmennaráðs eru samþykktar samhljóða

13. 1511011 - Fjárhagsáætlun 2016: Ákvörðun um álagningarhlutfall útsvars 2016
Til máls tóku: Hjálmar, Ásrún og Guðmundur

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt á árinu 2016, þ.e. 13,99%.

Samþykkt samhljóða

14. 1506029 - Fasteignagjöld 2016
Til máls tóku: Hjálmar og Guðmundur

Með vísan til 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að álagningarreglur fasteignagjalda fyrir árið 2016 verði eftirfarandi:

1. Fasteignaskattur
1.1. Íbúðarhúsnæði (a-liður) 0,40% af fasteignamati húss og lóðar
1.2. Opinberar byggingar (b-liður) 1,32% af fasteignamati húss og lóðar
1.3. Annað húsnæði (c-liður) 1,65% af fasteignamati húss og lóðar

2. Lóðarleiga
6.1. Íbúðahúsalóðir 1,10% af fasteignamati lóðar
6.2. Lóðir v. opinberra bygginga 2,00% af fasteignamati lóðar
6.3. Lóðir v. annað húsnæði 1,60% af fasteignamati lóðar

3. Holræsagjald
2.1. Íbúðarhúsnæði (a-liður) 0,10% af fasteignamati húss og lóðar
2.2. Opinberar byggingar (b-liður) 0,25% af fasteignamati húss og lóðar
2.2. Annað húsnæði (c-liður) 0,20% af fasteignamati húss og lóðar

4. Vatnsgjald
3.1. Íbúðarhúsnæði (a-liður) 0,10% af fasteignamati húss og lóðar
3.2. Opinberar byggingar (b-liður) 0,25% af fasteignamati húss og lóðar
3.3. Annað húsnæði (c-liður) 0,20% af fasteignamati húss og lóðar
3.4. Aukavatnsgjald 17 kr/m3 vatns

5. Sorphreinsunargjald
4.1. Íbúðarhúsnæði 14.225 kr. tunnu pr. ár

6. Sorpeyðingargjald
5.1. Íbúðarhúsnæði 23.210 kr. tunnu pr. ár

7. Rotþróargjald
7.1. Rotþróargjald 15.000 kr. pr. rotþró pr. ár

8. Fjöldi gjalddaga 10
1/2, 1/3, 1/4, 1/5, 1/6, 1/7, 1/8, 1/9, 1/10 og 1/11 2016
Heilarfjárhæð á einn gjalddaga 20.000

Álagningarreglurnar eru samþykktar samhljóða

15. 1511012 - Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega á fasteignagjöldum : Tekjuviðmið 2016
Til máls tóku: Hjálmar og Kristín María

Með vísan til 3. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og 5. gr. reglna Grindavíkurbæjar um afslátt á fasteignagjöldum tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega, leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að tekjuviðmið ársins 2015 hækki um 5% frá árinu 2015.

Samþykkt samhljóða

16. 1511017 - Þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar 2016
Til máls tók: Hjálmar

Tillaga að þjónustugjaldskrám Grindavíkurbæjar fyrir árið 2016 lögð fram. Almennt hækka gjaldskrárliðir um 2% frá árinu 2015.

Gildistaka 1. janúar 2016, nema annað sé tekið fram

Leikskólagjöld
Tímagjald 3.210
Tímagjald, einstæðir foreldrar og námsmenn 2.420
Viðbótar 15 mín, fyrir 1.080
Viðbótar 15 mín, eftir 1.080
9. tíminn, almennt gjald 8.020
9. tíminn, einstæðir foreldrar 8.020
Afsláttarreglur, gilda með skólaseli og vistun hjá dagforeldri
Systkinaafsl. 2. barn 35%
Systkinaafsl. 3. barn 70%
Systkinaafsl. 4. barn og fleiri 100%
Afsláttur er af tímagjaldi greitt er fyrir mat og hressingu
Séu báðir foreldrar í fullu námi greiða þau forgangsgjald
Hressing (morgun/síðdegi) 2.550
Hádegismatur 4.830

Niðurgreiðslur vegna vistunar barna hjá dagmæðrum
8 tíma vistun 42.190
8 tíma vistun, einstæðir foreldrar 46.410
Styttri vistun hlutfall af ofangreindu

Tónlistarskólagjöld , gildistaka 1. ágúst 2016
Fullt hljóðfæranám 69.460
Hálft hljóðfæranám 41.820
Fullt söngnám 80.790
Hálft söngnám 53.170
Fullt aukahljóðfæri 46.350
Hálft aukahljóðfæri 27.430
Blásarasveit 19.080
Hljóðfæraleiga 6.490
Hljóðfæranámskeið, hópur 18.440
Söngnámskeið, hópur 53.870
Systkinaafsláttur 2. barn
systkinaafsláttur 3. barn

Sundlaug
Stakt gjald barna 280
Stakt gjald fullorðinna 520
10 miða kort, börn 2.300
10 miða kort, fullorðnir 3.700
30 miða kort fullorðnir 9.100
Árskort, fullorðnir 20.000
Árskort fjölskyldu 30.000
Árskort barna 6 - 18 ára 2.600
Börn 0- 5 frítt 0
Aldraðir og öryrkjar 280
Fríkort send út til þeirra sem hafa lögheimili í Grindavík
Leiga á handklæðum 520
Leiga á sundfatnaði 520
Magnkaup árskorta
20-99 árskort (pr. stk árskorts) Skv. samningi
100-199 árskort (pr. stk árskorts) Skv. samningi
200 eða fleiri árskort (pr. stk. árskorts) Skv. samningi

Leikjanámskeið
Tveggja vikna námskeið 1/2 dagur 7.500
Tveggja vikna námskeið allan daginn 11.500
Leiklistarnámskeið, 1/2 dagur 7.500
Pössun milli 8-9 og 16-17, kr. barn 2.500
Systkinaafsláttur 2. barn
systkinaafsláttur 3. barn

Bókasafn
Árgjald/aðildarskírteini (18-67 ára) 1.800
Börn og unglingar undir 18 ára aldri, 67 ára og eldri og öryrkjar greiða ekki fyrir skírteini
Nýtt skírteini fyrir glatað 500
Leiga á efni
Leiga á DVD 350
Leiga á tungumálanámskeiði 350
Leiga á margmiðlunarefni 350
Internet aðgangur
Aðgangur að tölvum og neti verði án endurgjalds
Dagsektir
Bækur og önnur gögn 30
Myndbönd og mynddiskar 50
Fræðsludiskar (14 daga útlán) 50
Dagsektahámark 10.000
Viðmiðunargjald fyrir glötuð og eyðilögð gögn
Bækur og hljóðbækur 3.000
Tungumálanámskeið 3.000
Myndbönd og mynddiskar 2.500
Tónlistardiskar 2.000
Tímarit yngri en 6 mánaða Innkaupsverð
Tímarit 7-24 mánaða Hálft innkaupsverð
Tímarit eldra en 24 mánaða 200
Annað
Ljósrit og útprentun A4, pr. blað 30
Ljósrit og útprentun A3, pr. blað 60
Ljósrit og útprentun A4, 50-100 bls. pr. blað 25
Ljósrit og útprentun A4, 100 bls. eða meira pr. blað 20
Taupokar 500
Millisafnalán 1.000

Grunnskóli
Skólamáltíðir, hluti foreldra af innkaupsverði 65%
Samkomusalur, hálfur dagur 15.830
Samkomusalur, heill dagur 26.370
Skólastofur, hálfur dagur 7.390
Skólastofur, heill dagur 10.550
Gisting, pr mann 1.070

Skólasel
Gjaldflokkur
Flokkur 1 6.670
Flokkur 1,1 7.980
Flokkur 2 11.990
Flokkur 2,1 11.990
Flokkur 2,2 11.990
Flokkur 2,3 14.620
Flokkur 3 17.550
Flokkur 4 26.320
Síðdegis 200
Hægt er að kaupa 15 mínútur aukalega á tímabilinu frá 14:00 - 16:00. 120
Tíminn frá kl. 16:00 - 17:00 er á hærra gjaldi. 450

Tjaldsvæði
Gistinótt pr einstakling 1.289
Gistináttagjald pr. gistieining 111
Fjórða hver nótt frí
Yngri en 14 ára frítt
Rafmagn á sólarhring 1.000
Þvottavél 500
Þurrkari 500
Útleiga á þjónustuhúsi
Hálfur dagur 15.300
Heill dagur 25.500

Hljóðkerfi
Sólarhringur 30.600

Kvennó
Leigugjald húsnæðis pr klst 5.360

Íþróttamannvirki
Verð pr klst
Hópið 13.400
Íþróttahús:
Stóri salur, allur 6.400
Stóri salur, hálfur 3.400
50% álag vegna leikja 3.450
Litli salur 3.150
Skemmtanir pr. Klst. 12.600
Við bætast stefgjöld sem miðast við gestafjölda

Vinnuskóli
Sláttur fyrir aldraða og öryrkja 1.000
Aldraðir og öryrkjar sem fá afslátt af fasteignaskatti fá sama afslátt af slætti
Sláttur er ekki í boði fyrir húsfélög fjölbýlishúsa

Slökkvilið
Tækifærisleyfi 9.910
Tækifærisleyfi með skoðun 29.700
veitingaleyfi 9.910
Veitingaleyfi með skoðun 29.700
Brennuleyfi 9.910
Brennuleyfi með skoðun 29.700
Flugeldasala 9.910
Flugeldasala með skoðun 29.700
Gistiheimili 9.910
Gistiheimili með skoðun 29.700
Hótel 9.910
Hótel með skoðun 29.700
Eldvarnareftirlit 9.910
Vinna pr. klst 9.910
Slökkvibíll 24-131 29.270
Slökkvibíll 24-132 29.270
Slökkvibíll 24-151 tankur m / dælu 29.270
Slökkvibíll 24-171 tækjabíll 10.140
Körfubíll 35.770
Lausar dælur bensín 4.660
Lausar dælur rafmagn 4.660
Vatnsuga 8.950
Rafstöð 8.950
Hleðsla á lofthylkjum fyrir kafara 1.360

Samþykkt samhljóða

17. 1511045 - Fjárhagsáætlun SSS 2016: sameiginlega rekin verkefni
Til máls tók: Hjálmar

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun SSS og annarra sameiginlega rekinna stofnana á Suðurnesjum fyrir árið 2016. Heildarframlög Grindavíkurbæjar eru 48.244.000 kr.eða um 13,9% af kostnaði í samræmi við íbúafjölda. Öll framlög hafa verið færð inn í tillögu að fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2016.

Samþykkt samhljóða

18. 1506028 - Fjárhagsáætlun 2016-2019: Grindavíkurbær og stofnanir
Fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar 2016 ásamt 3 ára rammaáætlun er tekin til síðari umræðu.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir helstu fjárhagsstærðir í áætluninni.
Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Ásrún, Marta, Guðmundur, bæjarstjóri, Kristín María og Jóna Rut

Bókun
Rekstrarniðurstaða A-hluta árið 2016, fyrir fjármagnsliði, er áætluð 41,7 milljónir króna í rekstarafgang. Áætlaður rekstrarafgangur, að teknu tilliti til vaxtatekna af hitaveitusjóði og öðrum fjármagnsliðum er 90,5 milljónir króna. Í samanteknum reikningsskilum, þ.e. A og B hluta er gert ráð fyrir rekstrarafgangi að fjárhæð 114,3 milljónum króna árið 2016. Áætluð rekstrarniðurstaða áranna 2016-2019 er þessi í milljónum króna:

2016 2017 2018 2019 Samtals
A-hluti 90,5 86,6 89,0 101,8 367,9
A- og B-hluti 114,3 104,7 110,5 126,8 456,3

Heildareignir í samanteknum reikningsskilum eru áætlaðar í árslok 2016, 8.346,5 milljónir króna. Þar af er áætlað að handbært fé verði um 1.090,7 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 1.509,8 milljónir króna. Þar af er lífeyrisskuldbinding um 524,8 milljónir króna.

Vaxtaberandi skuldir eru áætlaðar um 700,2 milljónir króna í árslok 2016. Þar af eru langtímaskuldir við lánastofnanir 229,7 milljónir króna. Skuldahlutfall Grindavíkurbæjar og stofnana sem hlutfall af heildartekjum er 57,0%.
Veltufé frá rekstri í A-hluta árið 2016 er áætlað um 259,6 milljónir króna. Áætlað veltufé áranna 2016-2019 er þessi í milljónum króna:

2016 2017 2018 2019 Samtals
A-hluti 259,6 269,3 288,9 295,4 1.113,2

A- og B-hluti


366,9

 

372,4

 

390,8

 

396,1

 

1.526,2

 


Afborganir langtímalána eru að jafnaði um 30 milljónir á árunum 2016-2019 sem gerir alls um 120 milljónir króna.
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum áranna 2016-2019 er þessi milljónum króna:

2016 2017 2018 2019 Samtals
A-hluti 267,8 164,1 376,8 166,0 977,7
A- og B-hluti 455,2 336,2 438,8 357,0 1.587,2


Til fjármögnunar framkvæmda og afborgana af langtímalánum, umfram það sem reksturinn stendur undir, á þessu 4 ára tímabili, mun þurfa að taka 223,2 milljónir króna af bankainnistæðu. Handbært fé í árslok 2015 er áætlað 1.224,4 milljónir króna. Á tímabilinu 2016-2019 mun markmið um að handbært fé verði aldrei lægra en 1.000 milljónir nást og í árslok 2019 er handbært fé áætlað 1.001 milljón króna.

Fjárhagsáætlun ársins 2016-2019 er unnin út frá markmiðum sem bæjarstjórn hefur sett sér en þau eru:
Rekstur A-hluta sveitarfélagsins verði í jafnvægi, þ.e. skatttekjur og þjónustutekjur standi undir rekstri málaflokka og sjóða A-hluta. Jákvæð rekstrarniðurstaða samstæðu, þ.e. A- og B-hluta. Engar vaxtatekjur verði nýttar til rekstrar, eingöngu til fjárfestinga eða til að auka við handbært fé Grindavíkurbæjar. Sem þýðir þá að rekstarafgangur þarf að vera meiri eða jafnmikill og vaxtatekjur.

Fulltrúar B-lista leggja fram eftirfarandi breytingartillögu
Lagt er til að uppbygging við Hópið verði færð framar á fjárhagsáætlun, frá árinu 2017 til ársins 2016 en hönnun og útboð á nýju íþróttahúsi verði fært frá árinu 2016 til ársins 2017.

Greinargerð
Með því að fara þessa leið er hægt að byggja salernis- og veitingaaðstöðu við Hópið sem nýtist Hópinu og stúkunni strax árið 2016. Þetta mun ekki hafa nein áhrif á uppbyggingu íþróttahússins sem mun verða byggt árið 2018 líkt og meirihlutinn leggur til en útboðið verður árið 2017 líkt og venja er í stórframkvæmdum sem þessum.

Tillagan er felld með 4 atkvæðum gegn 3

Bókun
Hönnunartillaga að salernis- og veitingaaðstöðu við Hópið liggur ekki fyrir og er öll sú vinna eftir. Vitað er að hönnun mannvirkis tekur nokkra mánuði og er því óraunhæft að ætla að sú bygging verði tilbúin fyrir næsta vor. Því stefnum við á byggingin verði tilbúin við Hópið vorið 2017.
Fulltrúar D og G lista.

Tillaga
Fulltrúi S-lista leggur fram þá breytingartillögu á fjárfestingaráætlun að 30 milljónir sem áætlaðar eru á árinu 2016 í hönnun og útboð á uppbyggingu íþróttamannvirkis fari inn sem 10 milljónir árið 2016 og 20 milljónir árið 2017. Með því gefist rýmri tími til þeirrar vinnu sem mun þá ljúka á svipuðum tímapunkti og framkvæmdarbyrjun er áætluð.
Fulltrúi S-lista

Tillagan er felld með 4 atkvæðum gegn 3

Bókun
Fulltrúar B- og S- lista harma að ekki hafi verið tekið undir þær breytingartillögur sem lagðar hafa verið fram. Að því sögðu hefur sú vinna sem lögð hefur verið í fjárhagsáætlunina að mörgu leiti gengið vel og margar tillögur minnihlutans hlotið brautargengi. Ljóst er þó að sú áætlun sem hér liggur fyrir bíður uppá lítið svigrúm og er því aðhald minnihlutans aldrei mikilvægara en nú.
Fulltrúar B- og S-lista

Fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árin 2016-2019 er samþykkt samhljóða

19. 1510113 - Grunnskóli Grindavíkur: tillaga að breyttri stjórnun
Til máls tóku: Hjálmar, Ásrún, Guðmundur og Marta

Skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur óskar eftir auknu stöðugildi til stjórnunar.

Fræðsluefnd leggur til að heimildin verði ekki veitt, heldur verði fjármagn til tímabundinnar ráðningar verkefnisstjóra nýtt áður en til aukningar stjórnun við skólann verður ákveðin. Jafnframt leggur nefndin til að framkvæmd verði ytri úttekt til að meta stjórnunarþörf skólans.

Tillaga
Lagt er til að málinu verði vísað til bæjarráðs til frekari vinnslu.
Samþykkt samhljóða

20. 1509127 - Fundargerðir: Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2015

Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, bæjarstjóri og Jóna Rut

Fundargerðin er lögð fram.

21. 1509097 - Fundargerðir: Heklan 2015
Til máls tóku: Hjálmar, bæjarstjóri, Guðmundur, Kristín María, Ásrún og Jóna Rut

Fundargerðin er lögð fram.

22. 1506146 - Fundargerðir: Reykjanes Geopark 2015
Til máls tóku: Hjálmar, Marta, Ásrún, Jóna Rut og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram.

23. 1508121 - Fundargerðir: Reykjanesfólkvangur 2015

Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, bæjarstjóri og Guðmundur

Fundargerðin er lögð fram.

24. 1511039 - Fundargerðir: Samband íslenskra sveitarfélaga 2015
Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

25. 1508119 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2015

Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Jóna Rut, Ásrún, Kristín María og Marta

Fundargerðin er lögð fram.

26. 1509107 - Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2015
Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Ásrún og Marta, Kristín María

Fundargerðin er lögð fram.

27. 1504085 - Samtök orkusveitarfélaga: fundargerðir stjórnarfunda 2015

Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram.

28. 1506035 - Samtök sjávarútvegssveitarfélaga: Fundargerðir 2015
Til máls tóku: Hjálmar, bæjarstjóri, Kristín María og Ásrún

Fundargerðin er lögð fram.

29. 1511001F - Bæjarráð Grindavíkur - 1395
Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram.

30. 1511010F - Bæjarráð Grindavíkur - 1396
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, bæjarstjóri, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu, Jóna Rut, Kristín María og Marta

Fundargerðin er lögð fram.

31. 1511009F - Skipulagsnefnd - 11
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur og Marta

Fundargerðin er lögð fram.

32. 1510011F - Fræðslunefnd - 45

Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, bæjarstjóri og Kristín María

Fundargerðin er lögð fram.

33. 1511008F - Fræðslunefnd - 46

Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Kristín María, Jóna Rut, Ásrún, bæjarstjóri, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Marta

Fundargerðin er lögð fram.

34. 1511007F - Félagsmálanefnd - 58
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur og Marta, Kristín María og Hjörtur

Fundargerðin er lögð fram.

35. 1511005F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 9
Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Hjörtur, Marta og Kristín María

Fundargerðin er lögð fram.

36. 1511003F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 439

Til máls tóku: Hjálmar, bæjarstjóri, Kristín María, Marta og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerðin er lögð fram.

37. 1510009F - Frístunda- og menningarnefnd - 47
Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Guðmundur, Jóna Rut og Hjörtur, Marta, Ásrún og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:15.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135