Fundur 1396

  • Bćjarráđ
  • 18. nóvember 2015

1396. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 17. nóvember 2015 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson varaformaður, Kristín María Birgisdóttir formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Dagbjartur Willardsson varamaður og Ágústa Inga Sigurgeirsdóttir varamaður.

Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri.

Dagskrá:

1. 1510031 - Hópsnes: Úrgangur á lóð Grindavíkurbæjar
Ármann Halldórsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs kynnti stöðu málsins og viðbrögð lóðarhafa. Unnið hefur verið að hreinsun lóðarinnar og fram er komin tillaga að útfærslu framtíðarlausnar.

2. 1501236 - Bæjarskrifstofur Víkurbraut 62: Stækkun og breytingar
Ármann Halldórsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu niðurstöður útboðs í stækkun og breytingar á bæjarskrifstofum.

Tvö tilboð bárust. Annað tilboðið reyndist ógilt þar sem gögn vantaði. Hitt tilboðið er 107% af kostnaðaráætlun.

Bæjarráð hafnar öllum tilboðum í samræmi við grein 0.4.6.

3. 1511006 - Fasteignir bæjarsins: Nýtt húsnæði fyrir bókasafn og tónlistarskóla - framhaldsmál
Ármann Halldórsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs kynntu stöðu á kostnaði við nýtt húsnæði bókasafns og tónlistarskóla.

4. 1501010 - Íþróttamannvirki: Uppbygging tengibyggingar og íþróttasalar
Ármann Halldórsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs kynntu stöðu á kostnaði við nýtt íþróttamannvirki.

5. 1508014 - Grindavíkurhöfn: Fjárhagsáætlun 2016
Afgreiðsla hafnarstjórnar á tillögu að fjárhagsáætlun 2016 lögð fram, þar sem fram kemur að hafnarstjórn áréttar að fjárhæðir og tímaáætlanir til uppbyggingar á Miðgarði verði í samræmi við tillögur Vegagerðarinnar og hafnarstjórnar.

6. 1506029 - Fasteignagjöld 2016
Jón Þórisson sviðsstjóri kynnti tillögu að álagningu fasteignaskatta og gjalda árið 2016.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7. 1511012 - Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega á fasteignagjöldum : Tekjuviðmið 2016
Jón Þórisson sviðsstjóri kynnti tillögu að afsláttarreglum fasteignaskatta til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2016.

Bæjarráð leggur til að tekjuviðmiðin hækki um 5% og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8. 1511017 - Þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar 2016
Jón Þórisson sviðsstjóri kynnti tillögu þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar 2016.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9. 1511011 - Fjárhagsáætlun 2016: Ákvörðun um álagningarhlutfall útsvars 2016
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt á árinu 2016, þ.e. 13,99%

10. 1511045 - Fjárhagsáætlun SSS 2016: sameiginlega rekin verkefni
Tillaga stjórnar SSS að fjárhagsáætlun sameiginlega rekinna stofnanna árið 2016 lögð fram.

Hlutur Grindavíkurbæjar er 48.244.000 kr.,eða um 13,9% af kostnaði í samræmi við íbúafjölda.

11. 1511048 - Íþróttamannvirki: Beiðni um aukið stöðugildi í fjárhagsáætlun 2016
Beiðni forstöðumanns íþróttamannvirkja um 38% aukningu á stöðugildi í fjárhagsáætlun 2016 lögð fram.

Bæjarráð hafnar tillögunni þar sem ekki er komin nægileg reynsla á starfsemi í nýju mannvirki.

12. 1511046 - Leikskólinn Laut: Beiðni um aukið stöðugildi í fjárhagsáætlun 2016
Beiðni skólastjóra Leikskólans Laut um 50% stöðugildi, framlengingu á auknu hlutfalli stjórnunar hjá aðstoðarleikskólastjóra til júní 2016 og heimild til greiðslu TV eininga í fjárhagsáætlun 2016 lögð fram. Tillagan var rædd á fundi fræðslunefndar 16. september.

Bæjarráð samþykkir beiðnina og leggur til að hún verði færð í fjárhagsáætlun ársins 2016.

13. 1506028 - Fjárhagsáætlun 2016-2019: Grindavíkurbær og stofnanir
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2016 og rammaáætlun 2017-2019 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

14. 1503095 - Fasteignamat: Tillaga um endurmat eigna vegna breyttrar nýtingar
Framhald frá fundi 1392.
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri fór yfir minnisblað um endurmat eigna vegna breyttrar nýtingar og áhrif mismunandi útfærslna.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilkynna aðilum sem bjóða upp á heimagistingu, breytta skráningu á eignum þeirra frá og með árinu 2016.

15. 1510110 - Kvikan: breytt nýting eða sala
Verðmat fasteignasala lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa húsnæði Kvikunnar að Hafnargötu 12a til sölu.

16. 1511018 - Sjóvá: Ágóðahlutdeild Grindavíkurbæjar vegna ársins 2014
Jón Þórisson sviðsstjóri kynnti yfirlit um ágóðahlutdeild Grindavíkurbæjar vegna lítilla tryggingatjóna á árinu 2014. Fjárhæðin nemur 387.024 kr.

17. 1511069 - Slökkvilið Grindavíkur: Dælubíll
Slökkvistjóri óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015 að fjárhæð 675.000 kr. til kaupa á búnaði á dælubíl.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2015 að fjárhæð 675.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

18. 1511034 - Snorrasjóður: Stuðningur við Snorraverkefnið 2016
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

19. 1510024 - Ungmennaráð: Breyting á samþykktum
Framhald frá fundi 1395.

Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs kynnti minnisblað með samanburði á verkefnum og fyrirkomulagi ungmennaráða víða um land.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

20. 1505080 - Starfsmannastefna Grindavíkurbæjar: breytingatillaga vegna heilsustyrkja
Framhald frá fundi 1395.

Kristín María og Ásrún viku af fundi við afgreiðslu málsins.
Dagbjartur Willardsson, varamaður Kristínar Maríu, og Ágústa Sigurgeirsdóttir, varamaður Ásrúnar, tóku þeirra sæti.

Bæjarstjóri leggur fram breytingatillögu við kafla um heilsueflingu í Starfsmannastefnu Grindavíkurbæjar. Markmið breytinganna er að koma betur til móts við mismunandi heilsueflingu starfsmanna. Jafnframt er gerð tillaga um nýjan kafla um samgöngusamninga.

Tillagan er samþykkt með atkvæðum B og G lista. Fulltrúi D lista er á móti.

21. 1511073 - Beiðni um umsögn: umsókn Halpal ehf. um rekstrarleyfi í flokki II.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina, en vísar að öðru leyti til umsagna byggingafulltrúa og eldvarnareftirlits.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135