Líf og fjör í Ţrumunni

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 15. október 2015

Dagskrá félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar er komin á fullt. Á myndinni má sjá pizzugerðarmeistara í 5.-7. bekk sem fengu að spreyta sig á pizzubakstri á dögunum. Aðsóknin var slík að tvískipta þurfti hópnum og fór seinni hópurinn í pizzubaksturinn í gær. Í síðustu viku komu fyrrverandi fíklar og sögðu sögu sína fyrir elstu krakkana og var það áhrifarík heimsókn.   

Félagsmiðstöðin Þruman er opin á skólatíma fyrir 7.-10. bekk þar sem mikil aðsókn er alla daga vikunnar.

Dagskrá Þrumunnar veturinn 2015-2016

8.-10. bekkur:
Mánudaga kl. 20-22: Stelpu- og strákaklúbbar (til skiptis)
Þriðjudaga kl. 19-22: Opið hús
Miðvikudaga kl. 20-22: Óvissufjör. Skipulögð dagskrá.
Föstudaga kl. 19-22: Opið hús

5.-7. bekkur:
Þriðjudaga kl. 17-18:30: Skipulögð dagskrá
Föstudaga kl. 13:30-15: Opið hús

3.-4. bekkur - Gaman saman:
Þriðjudagar kl. 14:00 í október og nóvember.

16-18 ára
Fimmtudagar kl. 20-22: Opið hús.

Einstakir viðburðir veturinn 2015-2016

Opnunarball 2. okt.
Landsmót Samfés á Akureyri 9.-11. okt.
Viðburður/landsþing ungmennahúsa í okt
Halloweenball
Félagsmiðstöðvardagurinn mið. 4. nóv.
Rímnaflæði Miðberg fös. 27. nóv.
Stíll í Hörpu lau. 28. nóv.
Hæfileikakeppni Samsuð 4. des.
Jólaball 18. des.
Undankeppni v/ söngkeppni í janúar.
SamFestingurinn 2015 í Laugardalshöllinni fös. 4. mars
Söngkeppni Samfés í Laugardalshöllinni lau. 5. mars
Árshátíð 15. mars
Lokaball Þrumunnar í apríl/maí
Lokaball Samsuð í maí

Starfsfólk Þrumunnar:
Jóhann Árni Ólafsson frístundaleiðbeinandi
Arney I. Sigurbjörnsdóttir
Alexandra Hauksdóttir
Markó Valdimar Stefánsson
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir