Tillaga að deiliskipulagi fyrir gamla bæinn í Grindavík

  • Stjórnsýsla
  • 14. október 2015

Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti þann 29. september sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir gamla bæinn í Grindavík skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið er alls 14,3 ha og tekur yfir elsta hluta þéttbýlis í Grindavík. Megin markmið skipulagsins er að skilgreina ramma um gamla bæinn og skapa heildarsvip fyrir svæðið. Deiliskipulagstillagan felur í sér ákvæði um götur, lóðastærðir, húsagerðir og gerir ráð fyrir að haldið verði í svipmót byggðarinnar og sögu svæðisins. Í tillögunni eru 3 nýjar götur og 20 nýjar lóðir. Tillögunni fylgir húsakönnun og skýringaruppdrættir.

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Grindavíkur, Víkurbraut 62, 2. hæð frá og með 14. október 2015 til og með 2. desember 2015 og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna . Frestur til að skila inn ábendingum/athugasemdum er til 2. desember 2015 og skal senda þær, merktar „deiliskipulag fyrir gamla bæinn" á netfangið armann@grindavik.is eða skila þeim skriflega á bæjarskrifstofur Grindavíkur, Víkurbaut 62, 240 Grindavík.

F.h. bæjarstjórnar Grindavíkur
Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs

 

Fylgiskjöl:

Húsakönnun (stór skrá, 109 mb)

Húsakönnun, skýringauppdrættir

Elstu hús

Fornleifar

Menningar- og heilsustígar

Uppdráttur og greinargerð

Varðveisluheildir

Veitur


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum